Fífuhjalli 15 200 Kópavogur
Fífuhjalli 15 , 200 Kópavogur
102.000.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 290 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 6 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1990 77.650.000 74.200.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 290 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 6 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1990 77.650.000 74.200.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Fífuhjalla 15 í suðurhlíðum Kópavogs. Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, birt stærð 290,7 fm  með skjólsælum vel grónum garði mót suðri og tveimur sólpöllum. Það stendur neðan við lokaða götu á kyrrlátum stað, við gróið útvistarsvæði. Eignin hefur verið í eigu sömu aðila frá byggingu þess, er vandað að allri gerð og hefur fengið gott viðhald. Snjóbræðsla er fyrir framan bílskúr og í steinlagðri stétt fyrir framan húsið. Fasteignamat næsta árs er 85.700.000.
Nánari lýsing efri hæðar:
Komið er inn í flísalagða forstofu með rúmgóðum fataskápum, millihurð inn í hol sem einnig er með flísalagt gólf.  Eldhús er bjart og rúmgott, með borðkrók fyrir allt að 8 manns.  Innréttingin er upprunaleg, úr birkirót, borðplatan er úr granit með niðurfelldu helluborði.  Framhlið bakara- og örbylgjuofns er úr burstuðu stáli, uppþvottavél fylgir með. Gólfefnið er nátturulegur korkur. Gestaherbergi/ sjónvarpsherbergið er án fataskápa og með 2ja ára parket á gólfi. Snyrtingin er flísalögð, veggir og gólf, með gólfhita, handklæðaofni og upphengdu wc, sturtu, opnanlegum glugga og vask í lítilli innréttingu, var allt endurnýjað fyrir u.þ.b. 5 árum.  Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með útgengi á suður svalir, án fataskápa og útgengi í herbergi sem hefur verið útbúið í bílskúr, bæði herbergin eru með plast parket á gólfum. 
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar með mahogny parket á gólfi,  fallegum suðurgluggum og útgengi á svalir sem snúa mót suðri og vestri. Tréstigi úr mahogny límtré liggur niður á neðri hæðina,  þar er einnig mahogny parket á gangi.  Á efri hæð er aukin lofthæð.
Neðri hæðin:
Úr rúmgóðu björtu herbergi er gengið niður tvö þrep í sólstofu, með flísum á gólfi, gólfhita og tvöfaldri opnun út á sólpall. Tvö björt og  rúmgóð herbergi eru með plastparket á gólfi.  Rúmgott hjónaherbergi er með rúmgóðum fataskápum og útgengi út í garð, með eikarparket á gólfi. Stútar fyrir heitt og kalt vatn eru á bak við fatskápinn. Stórt og bjart baðherbergi er á neðri hæðinni, með stóru baðkari, góðri innréttingu og flísalögðu gólfi og veggjum.  Tveir opnanlegir gluggar eru á baðherberginu.  Þvottahús er með útgengi út á steinilagða stétt þar sem eru snúrur fyrir þvott..

Stutt umsögn
Vönduð og falleg eign sem hefur fengið gott viðhald, sem stendur á skjólsælum og kyrrlátum stað, skammt frá nýrri miðju höfuðborgar-svæðisins. Hús sem hefur verið hægt að aðlaga að stækkandi fjölskyldu og býður upp á fjölmarga möguleika til frekari breytinga, m.a. að útbúa auka íbúð á neðri hæð.

Smelltu hér til að skoða söluyfirlit.

Nánari upplýsingar veitir Guðbrandur Jónasson, löggiltur fasteignasali í síma 896 3328, gudbrandur@helgafellfasteignasala.is.


----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.