Lækjarvegur 3 311 Borgarnes
Lækjarvegur 3 , 311 Borgarnes
17.500.000 Kr.
Tegund Sumarhús
StærÐ 60 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1995 21.100.000 15.050.000 0
Tegund Sumarhús
StærÐ 60 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1995 21.100.000 15.050.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:


FALLEGT OG VANDAÐ SUMARHÚS VIÐ LÆKJARVEG 3, BORGARBYGGÐ.

Virkilega vandaður og vel byggður heilsárs sumarbústaður.
Húsið stendur í brekku/hlíð, að mestu á stöpplum með miklum trjágróðri allt um kring.

Ýttu hér til að fá söluyfirlit sent strax

Húsið er byggt úr timbri og var reist árið 1995 á 9.000 fm. leigulóð.
Skv. teikningum er bústaðurinn 60,1 fm. að grunnfleti, en að auki er manngengt svefnloft sem eykur notagildið. Mikið ónýtt rými er undir húsinu sem bíður uppá stækkunar möguleika.

Þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu á neðri hæð. Flísalagt anddyri. Parket á gólfi. Ný standsett, mannhátt parketlagt svefnloft undir stafni. Súð yfir hálfum bústaðnum.  Eldhúsið er með viðarinnréttingu.
Útgengi á sólpall á tveimur stöðum til þriggja átta. Stofan er björt og rúmgóð. Baðherbergi með sturtu. Rými undir bústaðnum býður upp á geymslumöguleika og/eða stækkun á bústaðnum. Stór hitakútur sér bústaðnum fyrir heitu vatni. Nýir rafmagnsofnar eru í húsinu. Ný blöndunartæki og hús, pallur og gluggar eru nýmálaðir. 

Bústaðurinn stendur á lokuðu svæði, umvafinn miklum trjágróðri ásamt góðri grasflöt sem notuð hefur verið sem fótboltavöllur.

Húsið er laust til afhendingar og möguleiki er að fá það afhent með innbúi, þó eftir samkomulagi.
Ísskápur og uppþvottavél fylgja með.

Aðeins 70 mín. akstur frá Reykjavík, um 10 mín. frá Borgarnesi.
Lóðarleiga á ári er um kr.90.000.-

Húsið stendur á fallegum og grónum stað.  Mikil kyrrð í nálægt við Borgarnes, staðsetning sem kemur á óvart.

Fyrir nánari upplýsingar:
Knútur Bjarnason s: 7755 800  /  [email protected]
Rúnar Þór Árnason s: 7755 805  /  [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.