Hvassaleiti 58 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
Hvassaleiti 58 , 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
Tilboð
Tegund Fjölbýli
StærÐ 107 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 30.100.000 45.700.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 107 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 30.100.000 45.700.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Rúmgóða 100 fm íbúð fyrir 63 ára og eldri á 4. hæð í þjónustukjarna  VR og Reykjavíkurborgar við Hvassaleiti 56-58. Íbúðinni fylgir 7,5 fm sér geymsla í kjallara, samtals er eignin 107,5 fm. 
Frá lyftu er stuttur gangur að íbúðinni, þegar inn í forstofugang er komið er skrifstofuherbergi/ vinnuherbergi á hægri hönd með glugga til austurs, innar á ganginum er forstofuskápur fyrir yfirhafnir. 
Gólfefni íbúðarinnar er parket, nema á baðherbergi þar eru flísar.
Svefnherbergið er rúmgott með góðum fataskápum og glugga til austurs. 
Baðherbergið er með flísum á gólfi og á tveimur veggjum, með lítilli innréttingu, wc á gólfi og sturtu.
Í eldhúsi er hvít innrétting með beyki köntum, inn af eldhúsi er lítið búr.
Borðstofa og stofa mynda eina heild, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir, sem snúa mót suð-vestri.

Á hæðinni er sameiginlegt þvottahús 5 íbúða og tvær litlar setustofur.
Í húsinu er starfandi húsvörður, á jarðhæð hússins er þjónustukjarni Reykjavíkurborgar, í matsal er boðið upp á heitan mat í hádegi virka daga, þá eru þjónustuaðilar sem bjóða m.a. hárgreiðslu, fótsnyrtingu og föndur.

Sjá nánar um félagsstarf aldraðra í Hvassaleiti 56-58

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit.

Guðbrandur Jónasson löggiltur fasteignasali, gsm 896 3328, gudbrandur@helgafellfasteignasala.is, sýnir íbúðina og veitir nánari upplýsingar. 
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
 


----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.