HELGAFELL fasteignasala kynnir:
HELGAFELL FASTEIGNASALA KYNNIR VEFARASTRÆTI 16-22, 39 ÍBÚÐIR Í ÚTIVISTAPARADÍS MOSFELLSBÆJAR.
ATH. EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI
Vefarastræti 18, íbúð 0104, gerð 10, þriggja herbergja.
Birt stærð 113,7 fm.
Geymsla merkt 0010, stærð 8,9 fm.
Garður/séreignahluti, stærð 28,0 fm.
Bílastæði í bílageymsluhúsi merkt B30. Glæsileg ný þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða lyftuhúsi, ásamt stæði í bílageymsluhúsi.
Smelltu hér til að opna söluyfirlit yfir eigninaÍbúðin: Tvö svefnherbergi með skápum. Eldhús með Bosh tækjum frá Smith og Norland, keramik helluborði og gufugleypi. Flísalagt baðherbergi með sturtu og upphengdu salerni. Björt stofa og borðstofa með útgengi á hellulagðan séreignahluta til suðurs. Þvottahús innan íbúðar. Ál svalahandrið með gleri. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá Axis, lýsing frá Lumex. Mikill metnaður einkennir alla hönnun og efnisval.
Húsið: Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá Áltak, þar sem arkitektahönnun fær að njóta sín til fulls. Innsteypt innfelld lýsing undir svölum. Hiti undir steyptri stétt. 41 bílastæði utandyra, 35 stæði í bílageymsluhúsi. Rafmagnsopnanir í anddyrum, póstkassar og mynddyrasími. Teppa-, og flísalögð sameign. Lýsing frá Lumex í sameign. Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð utan íbúðar. Ljósleiðaratenging komin inn í smáspennutöflu íbúðar. Góð lofthæð. Bílageymsluhús í sérflokki og stórar og góðar geymslur. Sameign og lóð eru fullfrágengin.
Umhverfið: Húsið er staðsett sunnan við fjallið Helgafell í Mosfellsbæ. Stendur neðarlega í nýjasta hverfi bæjarins með stórbrotnu útsýni. Verið er að reisa glæsilegan leik-, og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. Nálægð við náttúruna og Álafoss-kvosina, perlu Mosfellsbæjar. Stutt er í fallegar gönguleiðir.
Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna, að undanskyldu flísalögðu baðherbergisgólfi.
LAUS VIÐ KAUPSAMNING
Fyrir nánari upplýsingar, skilalýsingu, teikningar og fl:Skrifstofa Helgafells fasteignasölu s: 566 0000Knútur Bjarnason s: 7755 800 /
[email protected]Rúnar Þór Árnason s: 7755 805 /
[email protected] ----------------------------------------------------------
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.