Lækjargata 4 101 Reykjavík (Miðbær)
Lækjargata 4 , 101 Reykjavík (Miðbær)
69.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 91 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1992 28.010.000 40.550.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 91 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1992 28.010.000 40.550.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Vandaða íbúð á tveimur hæðum, á fimmtu hæð við Lækjargötu nr. 4 í Reykjavík, ásamt sérbílastæði í lokuðum bílakjallara.

Engar kvaðir til staðar sem takmarka heimildir til skammtímaleigu, en eignin var í skammtímaleigu til ferðamanna og fékk til þess leyfi frá sýslumanni.  Allt til staðar til að sækja um og uppfylla skilyrði til þess á ný.


Ýtið hér til þess að fá söluyfirlit sent strax.

Nánari lýsing:

Íbúðin skiptist þannig: á neðri hæð er forstofa, baðherbergi með sturtu, hol, eldhús og stofa þar sem útgengt er á vestursvalir. Á efri hæð er svefnherbergi. 
Íbúðin er afar smekkleg með sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum búnaði í alla staði. Gólfefni eru Oriental Ebony eikarparket frá Parka og svartar mustang flísar. Eldhús er einstaklega vel búið tækjum frá vönduðum framleiðendum, t.a.m. með innfelldu gashelluborði, breiðum bakarofni, gufuofni, innbyggðri kaffivél, vínkæli og kæli og frysti með ísvél. Svefnherbergi er rúmgott með sérsmíðuðum skápum úr hnotu. 
Útgengt er úr stofu á rúmgóðar bjartar vestursvalir þar sem Jómfrúartorgið blasir við.
Hiti er í gólfi baðherbergis og forstofu.
Innfeld lýsing er á flestum stöðum ásamt öðrum smekklegum ljósabúnaði.
Íbúðinni fylgir geymsla í sameign.
Lyfta er í húsinu.  Sameign öll hin snyrtilegasta.
Einstök og vel staðsett eign. 

Eignin er í eigu félags sem hefur aldrei gert neitt annað en að eiga og reka umrædda fasteign. Möguleiki á því að kaupa félagið sjálft.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 842 2217 / gunnar@helgafellfasteignasala.is


----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.