HELGAFELL fasteignasala kynnir:
TJÖRVALUNDUR í FLJÓTSHLÍÐ, LÓÐ NR: 20, 861 HVOLSVELLI.EIGNARLÓÐIR TIL SÖLU.
HÉR ER HÆGT AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAXÍ Tjörvalundi í Fljótshlíð eru stórar eignarlóðir þar sem þú nýtur kyrrðar og fegurðar sveitarinnar.
Tjörvalundur er á einstaklega friðsælum stað þar sem alúð er lögð við að fella byggðina að landslaginu. Stutt er í þjónustu með þekktum útivistarstöðum og afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri.
Byggðakjarnar með þægindum þéttbýlis í næsta nágrenni.
Lundurinn er í 70 m. hæð yfir sjávarmáli með einstakri náttúrufegurð og miklu útsýni yfir suðurlandið frá jökli til Eyja.
Tjörvalundur er staður þar sem kyrrðin talar við fegurð sveitarinnar.
Um lóðirnar:Tjörvalundur er 147,4 ha. svæði úr jörðinni Háimúli í Fljótshlíð, Rangárþingi eystra. Flestar lóðirnar eru 1,5 ha, 100x150 metrar eða 15.00 fm.
Lóðir nr. 1-13 eru óreglulegar í laginu og misstórar.
Lóðir nr. 14-29 eru allar rétthyrndar, 100x150 m eða 1,5 ha.
Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er svæðið ætlað fyrir frístundabyggð. Sjá nánar um deiliskipulag:
Smelltu hér Áætlað er að hún rísi á 29 lóðum og byggist upp í einum áfanga.
Tjörvalundur er flatlendi að frátöldum minni lækjarskorum.
Lækir eru vatnslitlir og þorna upp á tíðum. Svæðið er að miklum hluta gróið grasi og mosa. Trjágróðri hefur verið plantað á hluta af skipulagssvæðinu.
Lóðirnar eru tilbúnar til afhendingar.
Búið er að leggja veg, rafmagn og kalt vatn að lóðarmörkum. Ljósleiðari verður lagður sumarið 2018.UNAÐSSTAÐUR Í FRIÐI FRÁ ERLI DAGSINSFyrir nánari upplýsingar:Knútur Bjarnason s: 7755 800 /
[email protected]Rúnar Þór Árnason s: 7755 805 /
[email protected]
----------------------------------------------------------
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.