Eyrargata 20 820 Eyrarbakki
Eyrargata 20 , 820 Eyrarbakki
18.000.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 41 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1900 12.900.000 9.950.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 41 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1900 12.900.000 9.950.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Einbýlishús við Eyrargötu 20A á Eyrarbakka.

ATH. EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI.ÝTTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX

Húsið er timburhús, byggt 1900 og heitir DEILD.
Glæsileg staðsetning í hjarta Eyrarbakka.
Götumyndin er friðuð að utan, en ekki að innan. 
Húsið er hæð og ris á stórri lóð. Einnig er manngengur kjallari með moldargólfi.

Samkvæmt skráningu hjá FMR er húsið 41,5 fm. Í raun er heildar fermetrafjöldi á neðri hæð er um 40 fm. og gólfflötur á efri hæð um 25 fm. (þar af um 15 fm. sem eru yfir 180 cm.)

Almennt er húsið í góðu ástandi og hefur það verið gert upp í nánast upprunanlegt útlit þess. Gólffjalir, veggpanill og hurðar eru upprunanlegar. Ævaforn eldavél sem er í geymslu, en getur fylgt með. 
Rafmagnstafla síðan 2014, vatnslagnir í kjallara síðan 2013, efri hæð var máluð 2018 
Nýtt þak var sett 2017. Gluggar endurgerðir í upprunalegri mynd. Klæðning endurgerð 1992, húsið málað 2014. Engin hitaveita er í húsinu. Notast hefur verið við rafmagnsofna. 
Einkabílastæði á lóð. Þar sem áður stóð fjós hefur verið byggt yfir gamla hleðslu frá 1904 og henni breytt í útihús með torfþaki. Bak við útihúsið er niðurgrafinn viðarpallur þar sem áður stóð hlaða. Vatnsbrunnur er á lóðinni.

Gullfalleg og rómatísk eign fyrir þá sem una gömlum tíma. Tilvalið sem sumarhús á besta stað á Eyrarbakka.

Eignin er laus til afhendingar.

Fyrir nánari upplýsingar:
Knútur Bjarnason, [email protected], 7755 800
Rúnar Þór Árnason, [email protected], 7755 805

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.