Reykjabraut 16 815 Þorlákshöfn
Reykjabraut 16 , 815 Þorlákshöfn
43.700.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 155 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1963 42.600.000 22.700.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 155 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1963 42.600.000 22.700.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Reykjabraut 16, Þorlákshöfn:

ATH. EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.


Ákaflega fallegt og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 155.3 fm. þ.a er íbúðahluti 127.3 fm. og bílskúr 22.8 fm. Vel staðsett eign með fallegum skjólgóðum garði með tveimur stórum sólpöllum.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected] 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Skipulag eignar:
Efri hæð: Forstofa, hol, stofu/borðstofa, eldhús, svefnherbergisgangur, 3 svefnherbergi og baðherbergi.
Neðri hæð: Þvottahús, svefnherbergi, vinnuherbergi/geymsla og bílskúr. 

Nánari lýsing eignar: 

Efri hæð:

Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með nýrri útihurð.
Hol: Úr forstofu er gengið inn hol með fataskáp og fallegu plankaparketi á gólfi. 
Stofa/borðstofa: Stór og björt stofa með fallegu plankaparketi á gólfi.
Eldhús: Fallegt eldhús með góðri eldhúsinnréttingu, AEG eldhústæki og borðkrók.  Náttúruflísar á gólfi. 
Svefnherbergisgangur: Úr holi er gengið upp þrjú þrep með gólflýsingu inn í svefnherbergisgang með fallegu plankaparketi.
Hjónaherbergi: Með nýlegum fataskáp, útgengt er út á norðaustur svalir með nýju handriði og parket á gólfi.  Nýbúið er að skipta um glugga og svalarhurð.
Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi með nýjum Ikea fataskáp og plastparket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott svefnherbergi með plastparket á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað með skáp, upphengdu wc, baðkari með sturtuhaus, flísum á gólfi og hluta veggja.  
  
Neðri hæð:
Þvottahús: Úr holi er gengið niður stiga á jarðhæð og komið inn í stórt þvottahús með góðri innréttingu og flísum á gólfi. Gönguhurð út í bakgarð.
Bílskúr: Með nýrri aksturshurð. Hluta af bílskúrnum hefur verið skipt upp í svefnherbergi og vinnuherbergi eða geymslu. Auðvelt er að færa þessar breytingar til baka.
Svefnherbergi 4: Rúmgott með plastparketi á gólfi. Nýr gluggi er í svefnherberginu.
Vinnuherbergi / geymsla: Gott vinnuherbergi með glugga.
Garður: Gróinn skjólgóður garður með og tveimur stórum sólpöllum. Bílaplan er með möl og gangstétt fyrir framan húsið er steypt. Steypt geymsla (kartöflu) er í bakgarðinum.  

Húsið hefur verið endurnýjað mikið undanfarin ár m.a. :
  • Skipt hefur verið um járn, þakpappa og vindskeiðar á þaki. 
  • Búið er að klæða húsið að utan að hluta með bárujárni. 
  • Búið er að skipta um nær alla glugga og gler. 
  • Sett hefur verið ný forstofuhurð sem og svalahurð.
  • Allar innihurðar eru nýjar.
  • Búið er að endurnýja allt frárennsli.
  • Skipt hefur verið um alla rafmagnsrofa og tengla sem og rafmagnsefni í töflu, öryggi ofl. 
  • Skipt var um neysluvatnslagnir fyrir 12 árum.
  • Hitaveitugrind var endurnýjuð fyrir 12 árum.

EINSTAKLEGA FALLEG EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA - AFHENDING GETUR ORÐIÐ FLJÓTLEGA

Þorlákshöfn:

Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. 
Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. Hvað segja íbúar? Smella hér.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun:
Skrifstofa Helgafells fasteignasölu, sími: 566-0000
Rúnar Þór Árnason  löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 805
Knútur Bjarnason löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 800
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276
 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.