Fífumói 7 800 Selfoss
Fífumói 7 , 800 Selfoss
32.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 94 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2005 32.300.000 29.850.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 94 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2005 32.300.000 29.850.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Fífumóa 7, 800 Selfoss;

ATH: EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.

Rúmgóða og vel skipulagða 3-4. herbergja íbúð á jarðhæð í 4 íbúða fjölbýlishúsi í Fosslandi. Eignin er samkvæmt fasteignaskrá 94,8 fm. 


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, geymslu, þvottahús, 2 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu með glugga sem hægt er að nota sem svefnherbergi. Lóð er gróin og innkeyrsla er malbikuð.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með útgengi út í afgirtan garð með suður sólpall, flísar á gólfi.
Eldhús: Í opnu rými, með góðri innréttingu, AEG bökunarofn, innfelldur vaskur, steinn í borðplötu og innbyggð ný uppþvottavél sem fylgir með. Flísar á gólfi.
Þvottahús: Með borði og skolvask, tengi er fyrir þvottavél og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt parketlagt hjónaherbergi með miklu skápaplássi. 
Barnaherbergi: Parketlagt með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi og nuddbaðkar, upphengt salerni og góð innrétting, gólfhiti.
Geymsla: Flísalögð geymsla með glugga sem er í dag notuð sem herbergi. 
Sameiginleg geymsla: Undir tröppum er sameiginleg geymsla. 
Lóð: Gróin lóð með góðum suður sólpall, afgirtur garður.
Húsið: Húsið er tvær hæðir og telur fjórar íbúðir. Það er byggt úr forsteyptum einingum frá Loftorku í Borgarnesi, með mulningsáferð að utan og vandað í alla staði. Þak er með hvítlituðu bárustáli. Gluggar og útihurðir í íbúðinni eru hvítmálað tré.

Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Falleg eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]
 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.