Víkurás 3 110 Reykjavík (Árbær)
Víkurás 3 , 110 Reykjavík (Árbær)
33.800.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 79 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 22.180.000 27.300.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 79 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 22.180.000 27.300.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Víkurás 3, 110 Reykjavík: Fallega og bjarta 2. herbergja íbúð á efstu hæð með góðu útsýni. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 79,4 fm. þar af er íbúðarhluti og geymsla 57.6 fm. og stæði í bílskýli 21.8 fm. Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, líkamsrækt, sundlaug, verslanir og náttúruparadísina Elliðaárdal.

ATH: EIGN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Skipulag eignar:

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, hjónaherbergi, baðherbergi, stæði í bílskýli, geymslu sem staðsett er í sameign ásamt sameiginlegum þvottahúsum og vagna- og hjólageymslu. Umhverfis húsið er gróinn og fallegur garður. 

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með innbyggðum fataskáp.
Eldhús: Eldhús og stofa eru samliggjandi, eldhúsið er stúkað af með innréttingu. Keramik helluborð, snyrtileg eldavél með ofni og flísalagt er milli skápa. Innbyggð uppþvottavél í innréttingu.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með gluggum á tvær hliðar og útgengi út á yfirbyggðar skjólgóðar svalir með fallegu útsýni m.a. yfir Rauðavatn og Esjuna. Svalir klæddar með gúmmíflísum.
Hjónaherbergi: Svefnherbergið er mjög rúmgott, með góðum innbyggðum fataskápum upp í loft.
Baðherbergi: Með baðkari, sturtuaðstöðu og góðri innréttingu, nýlega endurnýjuðum blöndunartækjum og smekklega flísalagt.
Þvottahús og geymsla: Sameiginlegt þvottahús og rúmgóð sérgeymsla með góðum hillum eru á hæðinni. Einnig eru sameiginleg þvottahús á 2 og 3 hæð sem íbúar hafa jafnan aðgang að.
Sameign: Er snyrtileg og þrifaleg, teppalagður stigagangur og þvottahús eru á 2,3, og 4 hæð með sameiginlegum þvottavélum og þurrkurum. Hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð.
Bílskýli: Íbúðinni fylgir 21.8 fm. stæði í bílskýli með góðu aðgengi og snjóbræðsla frá stigahúsi í bílskýli.
Húsið: Góð og snyrtileg aðkoma að húsi með sameiginlegum grónum garði. Húsið er klætt viðhaldslítilli klæðningu húsið var yfirfarið 2011, svalarhandrið endurnýjað og þak málað. 
Gólfefni: Ljóst eikarparket á gólfum í stofu og svefnherbergi, flísar á holi og á baðherbergi.

Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2019 er 27.300.000 kr.

Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu, grunnskólann Selásskóla, leikskólanna Blásali, Rauðaborg og Heiðarborg, Árbæjarlaug, líkamsræktarstöðvarnar World Class og Rebook fitness, íþróttasvæði Fylkis, svæði hestamannafélagsins Fáks Víðidal, verslanir og náttúruperluna Elliðaárdalur og Rauðavatn. Falleg eign sem vert er að skoða. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.000 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.