Klapparhlíð 26 270 Mosfellsbær
Klapparhlíð 26 , 270 Mosfellsbær
49.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 99 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 30.450.000 39.300.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 99 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 30.450.000 39.300.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Klapparhlíð 26, 270 Mosfellsbæ;
Fallega og vel skipulagða 4. herbergja íbúð með sérinngangi á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Eignin er samkvæmt fasteignaskrá 99 fm. þ.a. er íbúðarhluti 91.5 fm. og geymsla  7.5 fm. Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla,  sundlaug og líkamsrækt.


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu/borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu sem staðsett er í sameign og sameiginleg vagna- og hjólageymslu. Umhverfis húsið er gróinn garður og stór suður sólpallur.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Með fatahengi og náttúruflísum á gólfi.
Gangur: Parketlagður gangur.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð parketlögð stofa/borðstofa með útgengi út á suður svalir.
Eldhús: Með góðri innréttingu frá Brúnás, ofn og innbyggð uppþvottavél frá AEG, borðkrókur og náttúruflísar á gólfi
Hjónaherbergi: Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með rúmgóðum skápum.
Barnaherbergi 1: Gott parketlagt herbergi með nýjum Ikea fataskáp.
Barnaherbergi 2: Gott parketlagt herbergi með nýjum Ikea fataskáp.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, baðker og flísar á gólfi.
Þvottahús: Inn af baðherbergi er þvottahús, tengi fyrir þvottavél og flísar á gólfi.
Geymsla/vagna og hjólageymsla: Rúmgóð 6,6 fm. sérgeymsla á hæð og vagna- og hjólageymsla á fyrstu hæð. 

Frábær staðsetning með fallegu útsýni þar sem stutt er í Framhaldsskólann Mosfellsbæ, grunnskólann Lágafellsskóla, leikskólann Hulduberg, Lágafellslaug , golfvöll, líkamsrækt og náttúruna. Falleg eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.