Pálsbúð 25 815 Þorlákshöfn
Pálsbúð 25 , 815 Þorlákshöfn
56.500.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 260 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 0 27.100.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 260 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 0 27.100.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Pálsbúð 25, nýtt glæsilegt 4-5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í Þorlákshöfn. Fallegt og vel skipulagt fjölskylduhús. Einstaklega góð staðsetning með fallegu útsýni. Birt stærð eignar er 260 fm. þar af er íbúðarhluti 194,1 fm. og innbyggður bílskúr 65,9 fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi og mögulegt er að bæta við 1-2 tveimur svefnherbergjum til viðbótar.

Eignin er að hluta til komin á byggingarstig 5 og selst í því ástandi sem hún er samkvæmt fyrirliggjandi stöðumati. Eignin er tilbúin til afhendingar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

EIGANDI ER TILBÚINN AÐ SKOÐA MÖGULEIKA Á AÐ TAKA MINNI ÍBÚÐ UPP Í.

Skipulag eignarinnar:
Forstofa, gestasalerni inn af forstofu, stofa/borðstofa og eldhús í opnu rými með útgengi út í garð, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús með útgengi út í garð, geymsla, gangur/hol, stór tvöfaldur bílskúr með gönguhurð.

Nánari skilalýsing: 
Frágangur utanhúss: Eignin er byggð úr járnbentri steinsteypu. Húsið er óklárað að utan. Á þaki er bárað stál. Þakkantar eru frágengnir og lagt fyrir útiljósum. Þakrennur og niðurföll eru ófrágengin. Útihurðar eru frágengnar. Gluggar eru frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk er fúavarið með fúavörn. Vindskeiðar og gluggar eru fúavarin. Málmaksturshurðar eru í bílskúrnum. Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð.

Frágangur innanhúss: Eignin er að hluta til komin á byggingarstig 5 og selst í því ástandi sem hún er samkvæmt fyrirliggjandi stöðumati. Að auki er búið að sparsla og fullmála veggi, setja rafmagnstengla og slökkvara, upphengt salerni er komið á eitt baðherbergi, klæða loft með loftaþiljum og setja innfeld halogenljós. Gólfplata er flotdregin. Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Innveggir eru að mestu leiti hlaðnir og múraðir en að hluta klæddir með spónaplötum. Allir milliveggir eru komnir. Veggir eru sparslaðir og málaðir. Loft eru eingangruð og plöstuð. Klædd loftaþiljum með innfelldum halogen ljósum. Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Ofnar í bílskúr. Inntak hita og neysluvatns er klárt. Neysluvatn er lagt í gólf samkvæmt teikningum. Rafmagn verður fullfrágengið í töflu.  Vinnuljós tengd í hverju herbergi. Tenglar og slökkvurum komnir í veggi.

Almennt:
Byggingargjöld og gatnagerðagjöld eru greidd.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótarmat.

Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er góður staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. Hvað segja íbúar? Smella hér

Byggingaraðili: B.Gíslason ehf

Allar nánari upplýsingar veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteigna- og skipasali  í síma 893-3276 eða [email protected]

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Hólmar Björn löggiltur fasteignasali í síma 893 3276 eða [email protected]

 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.