T bær, veitngarhús og tjaldstæði 0 816 Þorlákshöfn
T bær, veitngarhús og tjaldstæði 0 , 816 Þorlákshöfn
34.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 99 m2
HERBERGI 1 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1994 31.250.000 11.750.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 99 m2
HERBERGI 1 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1994 31.250.000 11.750.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi , Ölfus:
T-bær er notarlegt veitingahús og tjaldstæði á fallegum stað í Selvogi, eignin og reksturinn eru í einkahlutafélaginu T-bær. Um er að ræða ca. 1 hektara eignarlóð, 100 fermetra timburhús  með stórri verönd, í húsinu er veitingasalur er fyrir 60 manns, eldhús,  snyrtingar,  köld geymsla,  þvottahús og starfsmannaaðstaða, tæki og borðbúnaður  sem tilheyra veitingarekstrinum. 

EIGANDI ER TILBÚINN AÐ SKOÐA MÖGULEIKA Á AÐ TAKA ÍBÚÐARHÚSNÆÐI UPP Í.

Frekari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala, í síma 893 3276 eða [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Tjaldstæðið er  um einn hektari á grónu túni, rafmagnstenging er fyrir 36 húsbíla/tjaldvagna  og þar eru snyrting og uppþvottaaðstaða. Á tjaldsvæðinu er einangraður gámur, klæddur innan riðfríu stáli. Rafmagn og hiti eru í gámnum  og er hann  nýttur sem geymsla fyrir öll tæki og verkfæri  vegna tjaldstæðisins og viðhalds húss og lóðar.  Lóðin er eignalóð og er heildarstærð hennar 8.839 fm.

Veitingahúsið og tjaldstæðið hefur verið opið frá páskum fram til loka september, veitingahúsið hefur verið rekið sem kaffihús, þar sem einnig hefur verið boðið uppá súpu og brauð og sem morgunverðarstaður fyrir tjaldstæðið.

Miklir möguleikar eru á að auka við núverandi  starfsemi og að bæta nýjum stoðum undir reksturinn.  Aukin umferð ferðamanna og Íslendinga um Suðurstrandaveg allt árið hefur gert það að verkum að Selvogur er orðin vinsæll áningastaður.

HÉR ER UM EINSTAKT TÆKIFÆRI AÐ RÆÐA TIL AÐ KAUPA  SAMAN; EIGNARLÓÐ, 100 FM HÚSNÆÐI OG FYRIRTÆKI KLÁRT Í REKSTUR!!!!


Selvogur er lítil sveit yst á nesinu austan Herdísarvíkur og er mikil náttúruperla og býður upp á margvíslega möguleika fyrir ferðamenn. Staðsetning veitingahússins T-Bærjar er frábær en það stendur á eignarlóð úr landi Torfabæjar í Selvogi. Allir þeir sem ætla að skoða Strandarkirkju keyra fram hjá T-bæ og koma þar við og fá sér kaffi eða koma sér fyrir og gista á tjaldastæðinu. Stutt er í Selvogsvita og fallega fjöruna í Selvogi.  Steinsnar frá Selvogi er Hlíðarvatn í Selvogi, einstaklega fallegt og frjósamt bleikjuvatn.  Hér má sjá ummæli ferðamanna um T-bæ. 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteigna- og skipasali, S: 893 3276, [email protected]
 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.