HELGAFELL fasteignasala kynnir:
Vesturgata 53, 101 Reykjavík;
Vel skipulagt 7. herbergja einbýlishús í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er 157 fm. og að auki fylgir 13,5 fm. geymsla sem er ekki talin með í heildarfermetrafjölda. Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur.SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing: Skipulag: Eignin er á þremur hæðum sem skiptist í kjallara, hæð og ris með kvist. Forstofu, stofu, 6 svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Rými í kjallara er með sérinngang.
1 hæð:
Forstofa: Með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa: Björt stofa með parket á gólfi.
Eldhús: Með góðri innréttingu og borðkrók. Nýlegur AEG bökunarofn, uppþvottavél og tveir ísskápar fylgja með.
Svefnherbergi 1: Gott parketlagt herbergi.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt herbergi.
Svefnherbergi 3: Gott parketlagt herbergi.
Baðherbergi: Flísalagt með innréttingu og sturtu.
Geymsla: Eigninni fylgir ósamþykkt 13,5 fm geymsla sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda.
Rishæð:
Hol/efri hæð: Komið er upp í parketlagt hol með útgengi út á suður svalir.
Svefnherbergi 4: Gott parketlagt herbergi með innfelldum skápum.
Svefnherbergi 5: Gott parketlagt herbergi.
Svefnherbergi 6: Gott parketlagt herbergi með innfelldum skápum.
Kjallari: Stigi liggur úr holi á 1. hæð niður í kjallara. Þar er flísalagt
baðherbergi með baðkari, þvottahús, rúmgóð
geymsla og hjólageymsla með sérinngangi. Möguleiki er á að auka við lofthæð og búa til séríbúð.
Góð og áhugaverð eign sem býður upp á mikla möguleika s.s. stækkun og útleigu.
Góð og eftirsótt staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir, veitingastaði og aðra þjónustu. Göngufæri í miðbæinn. Fyrirhugað fasteignamat 2019 samkvæmt FMR er 83.550.000 kr.Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða
[email protected]----------------------------------------------------------
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.