Nökkvavogur 12 104 Reykjavík (Vogar)
Nökkvavogur 12 , 104 Reykjavík (Vogar)
124.800.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 299 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 6 3 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1950 84.610.000 110.650.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 299 m2
HERBERGI 8 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
3 6 3 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1950 84.610.000 110.650.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Nökkvavog 12, 104 Reykjavík;
***ÞRJÁR ÍBÚÐIR***
Um er að ræða glæsilegt þriggja hæða tvíbýlishúsi á góðum stað í Nökkvavogi. Eignin er skráð sem tvö fastanúmer og er með þremur íbúðum. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 299.7 fm., þar af er risíbúðin 86,2 fm., aukaíbúð í kjallara 77,1 fm., miðhæð 104.9 fm og bílskúr 31,5 fm.  Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymslur. Umhverfis húsið er stór og fallegur gróinn garður. Einstaklega góð staðsetning í göngufæri við skóla, leikskóla, fjölskylduparadísina í Laugardal, sundlaug, verslanir, heilsuræktina, Grasagarðinn Laugardal og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 

AFHENDING VIÐ KAUPSAMNING

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Skipulag risíbúðar: Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, búr, hjónaherbergi, baðherbergi, bílskúr og í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Aukin lofthæð er í allri íbúðinni.

Risíbúð:
Forstofa: Komið er inn í sameiginlegan inngang á miðhæðinni. Þaðan er gengið upp í forstofu og inn í hol/gang með góðum fataskáp.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með útgengi út á suður svalir, fallegur arin og loft klædd með peruspón.
Sjónvarpshol: Inn af stofu er rúmgott sjónvarpshol.
Eldhús: Með góðri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa og borðkrók. Inn af eldhúsi er geymsla/búr.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með góðu skápaplássi. 
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, flísum á veggjum og gólfi, tengi fyrir þvottavél, sturtu og baðkeri.
Þvottahús/geymsla: Í sameign í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Sérinngangur er inn í sameign í kjallara.
Bílskúr: Með heitu og köldu vatni, rafmagni og hita.
Lóð: Falleg og gróin sameiginleg lóð, gott aðgengi að húsinu og bílastæði í innkeyrslu framan við bílskúr.
Gólfefni: Parket er á öllum rýmum nema baðherbergi sem er flísalagt.

Skipulag á miðhæð: Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, 2-3 svefnherbergi, baðherbergi og í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. 

Miðhæð: 
Forstofa: 
Komið er inn í sameiginlegan inngang á miðhæðinni. Þaðan er gengið inn í rúmgóða forstofu.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með útgengi út á suður svalir. Búið er að stækka stofu með því að taka niður vegg úr svefnherbergi. Auðveldlega er hægt að færa í fyrra horf og bæta við svefnherbergi.
Eldhús: Með góðri hvítri innréttingu, hvítar flísar á milli efri og neðri skápa og borðkrók. 
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með góðu skápaplássi. 
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, sturtu og flísum á veggjum og gólfi.
Þvottahús/geymsla: Í sameign í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla. Sérinngangur er inn í sameign í kjallara.
Lóð: Falleg og gróin sameiginleg lóð og gott aðgengi er að húsinu.
Gólfefni: Parket er á öllum rýmum nema baðherbergi og eldhúsi sem eru flísalögð.

Skipulag kjallaraíbúðar: Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og í kjallara er sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús og inngangur í sameign og kjallaraíbúð.

Kjallaraíbúð:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu/gang með fataskáp.
Stofa/borðstofa: Stór og björt stofa/borðstofa.
Eldhús: Með nýlegri innréttingu, AEG bökunarofn og helluborð, flísar á gólfi og með flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergi 1: Gott svefnherbergi með góðu skápaplássi. 
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, sturtu, upphengt salerni,  handklæðaofn, flísar á veggjum og dúkur á gólfi.
Þvottahús/geymsla: Í sameign í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla.
Gólfefni: Gólfefni vantar.

Endurnýjað í húsinu:
Þakjárn á húsinu er nýtt að hluta.
Klóak- og drenlagnir voru endurnýjaðar fyrir 5 árum.
Hitalagnir í kjallaraíbúð voru endurnýjaðar fyrir 10 árum.
Aðalrafmagnstafla var nýlega endurnýjuð.


Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í Nökkvavogi og stutt er í skóla, leikskóla, fjölskylduparadísina í Laugardal, sundlaug, verslanir, heilsuræktina, Grasagarðinn Laugardal og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Falleg eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.