Pálsbúð 17 815 Þorlákshöfn
Pálsbúð 17 , 815 Þorlákshöfn
56.500.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 191 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 67.950.000 35.950.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 191 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 67.950.000 35.950.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Pálsbúð 17, 815 Þorlákshöfn;

ATH: EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.

Einstaklega fallega innréttað og vel skipulagt nýtt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Birt stærð er 192 fm., þar af er íbúðarhluti 141 fm. og innbyggður bílskúr 51 fm. Í húsinu eru 4 svefnherbergi. Sólpallur með heitum potti.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Skipulag eignarinnar:
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu/stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni,  þvottahús, geymslu og bílskúr.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með svörtum flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús: Með fallegri svartri innréttingu frá Ikea, innbyggðum ísskáp með frysti, innbyggðri uppþvottavél og tveimur eldhúsofnum og er annar þeirra bæði ofn og örbylgjuofn, spanhelluborð á eldhúseyju.
Stofa/borðstofa: Stór og björt stofa með útgengi er út á suður sólpall. Gólfsíðir gluggar sem gera stofuna einstaklega bjarta. 
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum  hvítum fataskápum. 
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi með hvítum fataskáp.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi með hvítum fataskáp.  
Svefnherbergi 4: Gott svefnherbergi með hvítum fataskáp.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi með svörtum flísum á gólfi og veggjum, hvít baðherbergisinnrétting, upphengt salerni, sturta með innfelldum Grohe blöndunartækjum og baðker. Gönguhurð út á baklóð. 
Gestasalerni: Er inn af forstofu og er flísalagt í hólf og gólf með fallegum dökkum flísum, hvít baðherbergisinnrétting, upphengt salerni og sturta.
Þvottahús: Með svörtum flísum á gólfi, stór grá þvottahúsinnrétting með skolvask og gönguhurð út á framhlið hússins. 
Bílskúr/geymsla: Úr þvottahúsi er gönguhurð inn í 51 fm. bílskúr, geymsla inn í bílskúr, gönguhurð út á vesturhlið hússins, gólf ómálað. Gönguhurð út á vesturhlið hússins.
Gólfefni: Flísar eru á öllum rýmum nema bílskúr. 
Gluggatjöld: Í stofu og svefnherbergjum er hvít strimlagluggatjöld og í eldhúsi eru screen gluggatjöld. Sérsmíðuð frá Vogue.
Lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð og búið er að smíða sólpall sem nær yfir suðurhlið og að inngangi á suðvestur hlið hússins. Heitur pottur er komin á pallinn en er ótengdur.
Húsið: Húsið er byggt úr timbri og klætt með ljósu og dökkbrúnu steni. Á þaki er aluzink bára. Málmaksturshurð er í bílskúrnum. Gólfhiti er í öllu húsinu. Í herbergjum og stofu eru gólfsíðir gluggar sem gefa einstaklega góða birtu í öllum rýmum. Innfelld lýsing er í lofti í eldhúsi, stofu, svefnherbergisgangi og baðherbergi.

Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala, í síma 893 3276 eða [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.