Selvogsbraut 3 b 815 Þorlákshöfn
Selvogsbraut 3 b , 815 Þorlákshöfn
38.400.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 130 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2003 45.100.000 25.950.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 130 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2003 45.100.000 25.950.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Selvogsbraut 3 b, 815 Þorlákshöfn:

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN.

Einstaklega smekklega innréttað og fallegt raðhús á góðum stað í hjarta Þorlákshafnar. Húsið er 3ja herbergja,  samtals 130,5 fm. að stærð þ.a. er íbúðarhluti 103,6 og innbyggður bílskúr 26,9 fm. Aukin lofthæð er í öllum rýmum með innfelldri lýsingu í loftum í stofu, eldhúsi og sjónvarpsholi. Góð aðkoma er að húsinu og lóð er að mestu leiti frágengin með suður sólpalli.


Skipulag eignar er, forstofa, borðstofa/stofa, sjónvarpshol, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr með 13 fm. geymslulofti sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

 
Hafið samband við Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali í s. 893 3276 til að bóka skoðun.


Lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp.
Borðstofa/Stofa: Í alrými er björt og opin stofa með parket á gólfi. 
Sjónvarpshol: Parketlagt sjónvarpshol.
Eldhús: Parketlagt eldhús með glæsilegri HTH innréttingu, eldhústækjum frá AEG og háfur frá Heimilistækjum.
Hjónaherbergi: Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með góðum fataskápum og útgengi út á baklóð.
Svefnherbergi: Gott parketlagt barnaherbergi.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi með góðri innréttingu, tveir vaskar, sturta, handklæðaofn og upphengt salerni.  Flísar á gólfi og veggjum. 
Þvottahús: Með flísum á gólfi og tengi fyrir þvottavél. Auðveldlega væri hægt að breyta þessu rými í lítið svefnherbergi og færa þvottavél og þurrkara í bílskúr.
Bílskúr: Bílskúrinn er 26,9 fm.  Innkeyrsluhurð, gönguhurð og innangengt er í bílskúr úr forstofu.  Upptekið loft er í skúrnum og búið að setja upp 13 fm. geymsluloft sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda. Gólf er málað. 
Geymsla í bílskúr: Rúmgóð geymsla.
Lóð: Lóðin er 308,5 fm. leigulóð. Að framan er suður sólpallur og innkeyrsla er með möl. Baklóð er þökulögð.
Húsið: Húsið stóð óinnréttað til ársins 2016 en þá voru settar raf og vatnslagnir, allar innréttingar og parket og húsið málað og klárað á árunum 2016 2017. Hiti er í gólfum nema í svefnherbergjum. Húsið er steypt úr viðhaldsfríum forsteyptum einingum með steináferð.

Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign miðsvæðis í Þorlákshöfn. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun:

Skrifstofa Helgafells fasteignasölu, sími: 566-0000
Rúnar Þór Árnason  löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 805
Knútur Bjarnason löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 800
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276

Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. 
Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.