Brynjólfsbúð 11 815 Þorlákshöfn
Brynjólfsbúð 11 , 815 Þorlákshöfn
65.500.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 224 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2005 68.650.000 39.250.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 224 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2005 68.650.000 39.250.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Brynjólfsbúð 11, 815 Þorlákshöfn:
Einstaklega glæsilegt og vel skipulagt 5. herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Eignin er samtals 223,3 fm. þar af er íbúðarhluti 180,6 fm. og bílskúr 43,7 fm. Umhverfis húsið er gróinn og fallegur garður með tveimur sólpaöllum, garðhýsi og hellulagðri innkeyrsla. Húsið er jaðarhús og einstaklega vel staðsett innst í Brynjólfsbúð og miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð og sundlaug.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, sjónvarpshol, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu og bílskúr.

EIGANDI ER TILBÚINN AÐ SKOÐA MÖGULEIKA Á AÐ TAKA MINNI EIGN UPP Í

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa/borðstofa: Í stóru alrými er björt og rúmgóð stofa/borðstofa með parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt á stóran suður sólpall. 
Sjónvarpshol: Í alrými með stofu/borðstofu er búið að stúka af með léttan vegg rúmgott sjónvarpshol. Auðvelt er að fjarlægja vegginn.
Eldhús: Flísalagt bjart eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. 
Hjónaherbergi: Stórt parketlagt hjónaherbergi með miklu skápaplássi.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt herbergi með fataskáp. Léttur veggur fyrir sjónvarp sem auðveldlega er hægt er fjarlægja.
Svefnherbergi 3: Gott parketlagt herbergi með fataskáp.
Svefnherbergi 4: Gott parketlagt herbergi með fataskáp.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni og góðri innréttingu. Flísar á gólfi og veggjum. Tengi er á vegg og því mögulegt að setja upp baðker.
Gestasnyrting: Flísalögð með góðri innréttingu og upphengdu salerni.
Þvottahús: Úr eldhúsinu er gengið inn flísalagt þvottahús með miklu skápaplássi, vinnuborði og vask. Útgengt frá þvottahúsinu út á lóð.
Geymsla: Inn af bílskúr er 8,6 fm. flísalögð geymsla með útgengi út á sólpall á baklóð.
Bílskúr: Innbyggður 40 fm. bílskúr með flísum á gólfi, skápum og skolvask.
Gólfefni: Í forstofu, eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi, gangi og sjónvarpsholi er fallegur akrýlborin náttúrusteinn frá Agli Árnasyni. Í stofu er gegnheilt eikarparket og plastparket í svefnherbergjum. Hiti er í gólfi í forstofu, eldhúsi og votrýmum.
Innréttingar: Allar innréttingar eru úr rauðri eik og framleiddar af Trésmiðjunni Fagus ehf.
Lóð: Gróin og fallega frágengin 999 fm. lóð. Framan við húsið er hellulögð innkeyrsla og gangstétt. Á suðurhlið hússins er stór sólpallur með 9 fm. glæsilegu garðhýsi. Á vesturhlið hússins er sólpallur. Með fram húsinu frá aðalinngang að báðum sólpöllunum liggur síðan mjór trépallur (göngupallur).
Húsið: Er klætt með ítölskum útveggjaflísum og að framanverðu er húsið klætt að hluta með fallegri mahóní harðvið.

Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun:
Skrifstofa Helgafells fasteignasölu, sími: 566-0000
Rúnar Þór Árnason  löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 805
Knútur Bjarnason löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 7755 800
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Hólmar Björn löggiltur fasteignasali í síma 893 3276 eða [email protected]

 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.