Hamravík 80 112 Reykjavík (Grafarvogur)
Hamravík 80 , 112 Reykjavík (Grafarvogur)
99.000.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 265 m2
HERBERGI 7 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 62.190.000 91.800.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 265 m2
HERBERGI 7 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2002 62.190.000 91.800.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Einstaklega fallegt og vel staðsett 4-5 herbergja einbýlishús á  tveimur hæðum með bílskúr. Heildarstærð eignar samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er samtals 265.5 fm. og skiptist í 237.7 fm. íbúðarhluta og 28.2 fm. bílskúr. Umhverfis húsið er gróinn og fallegur garður með stórum sólpalli sem snýr í suður, flísalagðri verönd og innkeyrsla sem snýr í suður. Húsið er jaðarhús og stendur innst í rólegri botnlangagötu með einstaklega fallegu útsýni yfir Esjuna, Korpúlfstaðavöll og strandlengjuna neðan við hverfin í norðanverðum Grafarvogi. Stutt er í margs konar þjónustu, skóla, leikskóla, Spöngina verslunarkjarna og Egilshöll. Fallegar göngu- og hjólreiðaleiðir í næsta nágrenni.

EIGANDI ER TILBÚINN AÐ SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN Í VÍKURHVERFI EÐA STAÐARHVERFI.

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, geymsla/svefnherbergi, baðherbergi/þvottahúsi, gestasnyrtingu, geymsla undir stiga og bílskúr. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX.


Lýsing eignar:
Efri hæð:
Forstofa:
 Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum forstofuskáp.
Stofa/borðstofa: Í stóru alrými er björt og rúmgóð parketlögð stofa/borðstofa, með arin, útgengt er út á vestur verönd og loft upptekin. Gluggar til vesturs og norður með fallegu útsýni.
Sjónvarpshol: Í alrými með stofu/borðstofu er búið að stúka af sjónvarpshol. 
Eldhús: Stórt flísalagt eldhús með góðri innréttingu. Góður borðkrókur og gluggar til suðurs og vesturs.
Gestasnyrting: Flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu og sturtu.
Svefnherbergi I: Inn af forstofur er rúmgott svefnherbergi með teppi á gólfi, gluggi til suðurs.

Neðri hæð:
Hjónaherbergi: Stórt parketlagt hjónaherbergi með miklu skápaplássi, gluggar til norður og útgengi út í garð að norðanverðu.
Svefnherbergi 2: Stórt parketlagt herbergi með lausum fataskáp og glugga til vesturs.
Svefnherbergi 3: Gott parketlagt herbergi með glugga í vestur og norður.
Svefnherbergi/geymsla 4: Rúmgott gluggalaust herbergi sem á teikningu er skráð sem geymsla og er í dag notað sem leikherbergi. 
Baðherbergi/þvottahús: Rúmgott með baðkari og góðri innréttingu, upphengt salerni og tveir vaskar. Flísar á gólfi og veggjum. Innrétting fyrir þvottavél/þurrkara og skolvaskur. Gluggi í vestur.
Geymsla undir stiga: Gluggalaus 4 fm. geymsla.
Bílskúr: Rúmgóður snyrtilegur bílskúr með austur og norður gluggum. 
Lóð: Lóðin er samtals 818 fm., gróin og fallega frágengin. Aðkeyrslan er mynstursteypt, lagnir fyrir snjóbræðslu og pláss er fyrir 4-5 bíla í innkeyrslu. Framan við húsið er stór falleg timburverönd með heitum potti og fiskatjörn með timburbrú. Á vesturhlið hússins er flísalögð verönd. Lítið garðhýsi er á lóð austan við húsið.
Húsið: Húsið er hraunaðað utan, þakkantur klæddur með áli og allar vatnslagnir í húsinu eru úr plasti.

Örstutt er í Borgarholtsskóla, Kelduskóla Vík, leikskólann Hamra ásamt íþrótta- og afþreyingarmiðstöðinni Egilshöll.  Svo er Spöngin í göngufæri með öllum sínum verslunum og þjónustu. Góðar göngu- og hjólaleiðir sem ná með fram sjónum allt niður í miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ. 

Glæsilegt fallegt fjölskylduhús sem vert er að skoða - verið velkomin.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun:
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.