Hörðukór 1 203 Kópavogur
Hörðukór 1 , 203 Kópavogur
96.000.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 195 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 68.900.000 77.900.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 195 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 68.900.000 77.900.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Ein efsta íbúðarhæð á höfuðborgarsvæðinu!

HÖRÐUKÓR 1, 203 KÓPAVOGI, ÍBÚÐ 1402, MEÐ ÞAKSVÖLUM OG SÉR BÍLSKÚR.
ÓVIÐJAFNANLEGT ÚTSÝNI.


Smelltu hér til að opna söluyfirlit fyrir eignina

Eignin er skráð 195,3 fm. hjá FMR, en að auki er um 35 fm. sérbílskúr og um 70 fm. timburpallur á þaki hússins.

SAMTALS ER ÍBÚÐ OG BÍLSKÚR ÞVÍ UM 230 FM.

Hörðukór 1 er 14 hæða lyftuhús, byggt 2006. Álklætt að utan og með ál trégluggum. 
Húsið stendur á einni hæst byggðu fjölbýlishúsalóð höfuðborgarsvæðisins og býður upp á óhindrað útsýni yfir höfuðborgarsvæðið, Esjuna, Mosfellsheiði, Hengil, Reykjanes og Faxaflóa.
Húsið er hannað af Birni Ólafssyni arkitekt sem náði með verðlaunahönnun sinni að tryggja íbúum hússins sýn til nær allra átta. Staðsetningin er draumur þeirra sem vilja njóta útvistar og náttúru, steinsnar frá útivistarperlum á borð við Heiðmörk, Elliðavatn og Vífilstaðavatn og þéttu neti göngu- og hjólastíga. Golfvellir GKG við Vífilstaði og Odds við Urriðavatn eru í nokkurra mínútu fjarlægð. Þjónustukjarni Smáralindar er innan við 5 mín akstur og matvöruverslanir eru í göngufjarlægð. 

Komið er inn í flísalagt anddyri með skáp og gler rennihurð. Lofthæð í stofuálmu er ca. 3.5 metrar. Innfelld loftlýsing með halógen og dimmerum. Stór og björt stofa með útgengi á flísalagðar svalir til suðurs og vesturs með svalalokun. Gas arinn í stofu. Nýtt parket á gólfum, hvíttuð eik.
Eldhús með hnotu innréttingu frá HTH, innbyggðum ísskáp og nýrri AEG uppþvottavél. Eyja með góðu borðplássi, akrílsteinn í plötu og niðurfelldur vaskur. Keramik helluborð, gufugleypir, ofn í vinnuhæð og lýsing undir efri skápum.
Flísalagt gestabaðherbergi með sturtuklefa, upphengdu salerni og handklæðaofni. Flísalagt þvottahús á gangi með vaski  og hillum.
Parketlagður svefnherbergisgangur með næturlýsingu. Þar sem eru þrjú herbergi. Skápar í tveimur þeirra, en fataherbergi innaf hjónaherbergi með hillum og rennihurð. Þaðan er útgeng á flísalagðar suðursvalir með svalalokun. Stórt flísalagt baðherbergi með baðkari, sturtuklefa og góðri innréttingu.
Extra háar Ringó hurðar frá Agli Árnsyni. Mynddyrasími.
Úr stofu er parketlagður stigi með glerskermun uppá um 70 fm. timburkæddar þaksvalir. Þar er rafmagnspottur og útisturta.
Aðstaðan á þaki hússins er glæsileg, þar sem Hörðukór 1 er eitt hæst byggða hús höfuðborgarsvæðisins með ÓTRÚLEGU ÚTSÝNI.

Í kjallara er hjóla og vagnageymsla í sameign, ásamt tæplega 5 fm. sérgeymslu með hillum.
Eigninni fylgir um 35 fm. flísalagður sérbílskúr, með bílskúrshurðaopnara og góðri vinnuaðstöðu. 
ATH. stærð bílskúrs er ekki inní heildar fermetratölu eignar.

Húsið stendur hátt, staðsett á góðum stað í Kópavogi með tilliti til skóla, leikskóla og allrar þjónustu.
Íbúð 1402 er á efstu hæð hússins og nýtur alls þess besta sem húsið hefur upp á að bjóða þ.m.t. óhindrað útsýni til þriggja höfuðátta.
Byggingin sem var reist af ÞG-verki, er vönduð í alla staði. Hljóðvist er með besta móti, þannig að upplifun íbúa er nánast eins og að vera í sérbýli.

Allar nánari upplýsingar veita:
Rúnar Þór Árnason - [email protected], eða í síma 7755 805 og 
Knútur Bjarnason - [email protected], eða í síma 7755 800 


EIGNIN ER LAUS FLJÓTLEGA TIL AFHENDINGAR.


 

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.