Bergstaðastræti 52 101 Reykjavík (Miðbær)
Bergstaðastræti 52 , 101 Reykjavík (Miðbær)
55.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 107 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1964 26.950.000 63.050.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 107 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1964 26.950.000 63.050.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

BERGSTAÐASTRÆTI 52, 101 Reykjavík.

Þriggja - fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð á fallegum stað í 101 Reykjavík.

Eignin er skráð 107,3 fm. hjá FMR.

HÉR ER HÆGT AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX

Húsið er í heild sinni fjórar hæðir. Sérinngangur er frá Bragagötu. Hægt er að líkja íbúðinni við að búa í einbýli þar sem engin hæð er fyrri ofan og ekki íbúð undir henni.
Húsið var byggt 1964.
Komið er inn um sérinngang frá Bragagötu með nýrri útidyrahurð og flísalagðu anddyri. Þaðan eru tröppur niður í geymslurými undir anddyri þar sem eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalagðar tröppur upp í íbúðina.  Tvöföld flísalögð og björt stofa með útgengi á suðvestur svalir. Eldhús er opið við stofu. Þar eru efri og neðri skápar, niðurfelldur vaskur í borðplötu, rúmgóð Poggenpohl-innrétting með ljúflokum, háf og fimm hellna gaseldavél. Lýsing undir efri skápum. Tvöfaldur ísskápur getur fylgt með, eftir nánara samkomulagi. Flísalagt baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni, innréttingu og glervaski/borði. Tvö flisalögð og rúmgóð svefnherbergi, annað með stórum skáp með speglahurðum. 
Öll íbúðin er flísalögð með ítölskum sandsteini. 
Nýlegt ofnakerfi, ofnar, rafmagn og nýtt gler að hluta.
Nýjar vatnslagnir.

Falleg eign. Björt og endurnýjuð íbúð með sérinngangi. Stutt í alla helstu þjónustu miðbæjarins.

Fyrir nánari upplýsingar:
Knútur Bjarnason s: 7755 800  /  [email protected]
Rúnar Þór Árnason s: 7755 805  /  [email protected]

----------------------------------------------------------

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.