Álfkonuhvarf 61 203 Kópavogur
Álfkonuhvarf 61 , 203 Kópavogur
44.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 96 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2004 37.010.000 42.800.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 96 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2004 37.010.000 42.800.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Álfkonuhvarf 61, 203 Kópavogi:

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN

Fallega og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýlishúsi með sérinngangi og lyftu. Eigninni fylgir stæði í bílakjallara. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 96,3 fm. þar af er íbúðarhluti 88,2 fm. og geymsla 8,1 fm. Vert er að taka fram að húsið er einstaklega fallegt og vel staðsett og hlaut það verðlaun fyrir hönnun og frágang húss og lóðar frá Umhverfisráði Kópavogs árið 2005. 

Frábær staðsetning í þessu vinsæla hverfi, þar sem stutt er í grunnskóla (Vatnsendaskóla og Hörðuvallarskóla), leikskóla (LeikskólinnSólhvörf), íþróttamannvirki, góð útivistarsvæði, verslanir og Smáralind í stuttri fjarlægð.

Bókið skoðun hjá Hólmari í síma 893 3276 eða [email protected]


SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX.

Skipulag eignar:
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, stæði í bílageymslu,  geymslu sem staðsett er í sameign og sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Umhverfis húsið er sameiginlegur gróinn og fallegur garður. 

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með innbyggðum eikarfataskáp, flísar á gólfi.
Eldhús: Með fallegri eikarinnréttingu frá Axis, nýtt spanhelluborð, nýlegur ofn, háfur, innbyggð uppþvottavél, hvítar flísar milli skápa, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með útgengi út á suður svalir, parket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Svefnherbergið er mjög rúmgott, með miklu skápaplássi, eikarfataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Gott svefnherbergið með eikarfataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, baðker, upphengt salerni, handklæðaofn, smekklega flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús, vinnuborð, vaskur fylgir laus með, flísar á gólfi.
Sameign: Í sameign er 8,1 fm. sérgeymsla og sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Sérinngangur er í allar íbúðir og lyfta. 
Bílageymsla: Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Nýbúið er að endurnýja bílskúrshurðina. 
Húsið: Er í góðu ástandi og hefur verið vel við haldið. Var málað fyrir nokkrum árum.

FALLEG OG VEL STAÐSETT EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.

Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.