Villa in la finca golf algorfa 0 950 Óþekkt
Villa in la finca golf algorfa 0 , 950 Óþekkt
Tilboð
Tegund Parhús
StærÐ 96 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2011 0 0 0
Tegund Parhús
StærÐ 96 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2011 0 0 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

Glæsilegt parhús í La finca Algorfa á Spáni. Frábært útsýni frá svölum. 283fm garður með verönd með heitum potti. 

Ásett verð €215,900

Neðri hæð nánari lýsing:
Eldhús og stofa er í björtu opnu rými með góðri lofthæð og parket á gólfi. Fínar innréttingar í eldhúsi, uppþvottavél, ísskápur og örbylgjuofn er innbyggt og fylgir því með. Gengið er út á flísalagða verönd frá stofunni. 
Tvö svefnherbergi með fataskápum og parket á gólfi. Gengið út á verönd út frá hjónaherberginu. 
Baðherbergi með góðri sturtu og fínni innréttingu, flísar á gólfi. 
Þvottahús er í litlu rými undir stiganum. 

Efri hæð nánari lýsing:
Svefnherbergi sem er mjög rúmgott, með fataskáp og parket á gólfi. Gengið út á 11fm svalir með frábæru útsýni. 
Baðherbergi með góðri sturtu og fínni innréttingu, flísar á gólfi. 

Núverandi íslensku eigendur hafa endurnýjað margt að innan, nýtt parket á eigninni, nýja strimlagardínur sem verja hísgögnin fyrir sólinni, mjóg gott loftkerfi, markísa í garði er nýleg, glerhornveggur er nýlegur. Neðri hæðin er ný máluð og tveir veggir effect málaðir. 

Fallegur garður sem snýr að suðri með verönd og skyggni. Fín útigeymslar. Garðurinn bíður uppá möguleiki að setja upp einkasundlaug en nú þegar er heitur pottur. Einnig er yndislegur garður fyrir framan húsið þar sem þú getur haft kvöldsólina og skuggann þegar það er heitt á daginn. Lokað bílastæði. Fyrir aftan húsið er hlið að sameiginlegum görðum, bílastæði íbúa og sundlaug. 

Húsið er staðsett aðeins nokkrum skrefum frá La Finca 5 * margverðlaunuðum golfstað, frábær staðsetning í Algorfa, stuttur akstur frá verslunarmiðstöðinni La Finca þar sem þú getur fundið verslanir, veitingastaði og bari. Aðeins 5 km til þorpsins Algorfa þar sem þú getur fengið „spænska“ upplifun með heimamönnum.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s.868 7048 / [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.