Baldursgata 11 101 Reykjavík (Miðbær)
Baldursgata 11 , 101 Reykjavík (Miðbær)
35.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 45 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1921 15.400.000 28.750.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 45 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1921 15.400.000 28.750.000 0

HELGAFELL fasteignasala kynnir:

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

HELGAFELL FASTEIGNASALA OG HÓLMAR BJÖRN SIGÞÓRSSON KYNNA Í EINKASÖLU FALLEGA 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 2 HÆÐ Í GLÆSILEGU FJÖLBÝLISHÚSI Í ÞINGHOLTUNUM. EIGNIN ER SAMKVÆMT FASTEIGNASKRA 45,4 FM, OG 6,6 FM. GEYMSLA SEM ER EKKI INN Í HEILDARFERMETRAFJÖLDA.


Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected] 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Skipulag eignar: 
Forstofa, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymsla í risi.

Nánari lýsing eignar: 
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fatahengi, parket á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa, parket á gólfi.
Eldhús: Bjart eldhús með hvítri innréttingu, borðkrókur, flísar á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með með hvítum fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, tengi fyrir þvottavél, baðker, flísar á gólfi og málaðar flísar á veggjum að hluta.
Geymsla í risi: Í risi er 6,6, fm. geymsla sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda.
Íbúðin: Í íbúðinni er hátt til lofts. Hún er í gömlum stíl, rósettur og listar og fallegir pottofnar. Rafmagnsmælir  fyrir íbúðina er í íbúð á sömu hæð.
Húsið: Húsið er einstaklega fallegt steinhús og stendur á horni Baldursgötu, Óðinsgötu og Nönnugötu, við Baldurstorg, á móti Þrem Frökkum. Í húsinu eru 6 íbúðir og eitt veislueldhús þar sem áður var verslun á jarðhæð. Sameiginlegur inngangur er fyrir 4 íbúðir frá Baldursgötu. Sjá sögu hússins hér fyrir neðan. 
Garður: Baklóð snýr að Óðinsgötu og er hellulögð.

Húsið hefur verið endurnýjað mikið m.a. :
* Stigagangur  er á minjaskrá  – árið 2014 var málning og myndir  lagfært í samræmi við upphaflegt útlit  og lakkaðir með glæru lakki.
* Skipt var um glugga árið 2007 og voru þá settir í sérsmíðaðir tvöfaldir gluggar í samræmi við upphaflegt útlit hússins.
* Árið 2014 var holræsakerfið undir húsinu myndað og lagað ásamt því að dren var lagt við húsið.
* Árið 2014 voru múrviðgerðir og húsið málað að utan.
* Rafmagn í sameign endurnýjað fyrir c.a. 15-17 árum.
* Útihurð endurnýjuð árið 2014, pússuð og máluð árið 2020. Útihurð var sérsmíðuð í samræmi við upphaflega hurð hússins.

Saga Baldursgötu 11.
Á mótum Óðinsgötu, Baldursgötu og Nönnugötu eru krossgötur sem hafa fengið nafnið Baldurstorg í seinni tíð. Húsið sem er mest áberandi við torgið er þetta gamla verslunarhús í klassískum stíl sem tengir Baldursgötu og Óðinsgötu. Sá sem teiknaði það árið 1921 var húsameistarinn Einar Erlendsson en húsbyggjandinn var Kolbeinn Árnason kaupmaður sem var nýfluttur frá Akureyri ásamt konu sinni Sigríði Jónsdóttur. Bjuggu þau í einni íbúð hússins en ekki virðist hann sjálfur hafa rekið verslun í því. Inngangurinn með klassískum súlum og bjór yfir dyrum sem minnir á grísku hofin er sérstakur. En uppgangurinn fyrir innan er ein af földum perlum Reykjavíkur. Hann er allur málaður hátt og lágt með marmaramálningu, sem Ásta málari Árnadóttir mun hafa málað, en yfir hverjum íbúðardyrum á neðri hæð eru landslagsmálverk frá Þingvöllum, fjögur talsins, eftir Einar Jónsson frá Fossi á Síðu. Uppgangurinn er friðaður og hefur allur verið “restaureraður” af Halldóru Hermannsdóttur. Á neðstu hæð hússins voru margs konar verslanir, lengi mjólkurbúðir og bakarí og matvöruverslanir Óðinsgötumegin. Þar voru m.a. útibú frá Liverpool á árunum 1928-1938, Ásgeirsbúð sem Ásgeir Valdimar Björnsson rak, á árunum 1944-1958 og Maggabúð sem Magnús Mekkínósson rak á árunum 1958-1990. Maggi var einn af síðustu “kaupmönnunum á horninu” í gömlum stíl sem afgreiddu vörur yfir búðarborðið. Meðal þess sem verið hefur hér á þessari öld eru veisluþjónustan Mensa og Gallerí Úlfur. Auk húsbyggjendanna Kolbeins og Sigríðar hefur auðvitað margt fólk búið í húsinu í nær 100 ára sögu þess. Fyrsta áratuginn bjuggu þar t.d. helstu forkólfar SÍS, þeir Sigurður Kristinsson, Jón Árnason og Halldór Rafnar, sá síðastnefndi reyndar til dauðadags 1949 og eftir hann Ágústa ekkja hans lengi. Verða ekki fleiri taldir upp að sinni.


EINSTAKLEGA FALLEG EIGN Í HJARTA REYKJAVÍKUR - STUTT ER Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU, VERSLANIR, SKÓLA OG MIÐBÆINN - EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.