***EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA***
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna bjarta og vel skipulagða 3. herbergja íbúð í fallegu parhúsi við Eyrargötu. Eignin er samkvæmt fasteignaskrá 70,3 fm. Fallegt og vel viðhaldið parhús, gróin garður og falleg staðsetning nálægt ströndinni á Eyrarbakka.
EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Skipulag eignar:Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og garðhýsi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing eignar: Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp, parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi út í garð og garðhýsi sem snýr í suður, full lofthæð.
Eldhús: Með góðri innréttingu og borðkrók.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi með góðu skápaplássi.
Barnaherbergi: Inn af forstofu er gott barnaherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu, sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Geymslurými: Geymslurými er ofan við íbúð.
Gólfefni: Parket á öllum rýmum nema baðherbergi, þar er dúkur.
Hér er um að ræða fallegt og vel við haldið parhús nálægt ströndinni á Eyrarbakka. Hús sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir: Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Hafðu samband og ég verðmet eignina þína þér að kostnaðarlausu.
- Hólmar Björn löggiltur fasteignasali í síma 893 3276 eða [email protected] ----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.