Bogahlíð 20 105 Reykjavík (Austurbær)
Bogahlíð 20 , 105 Reykjavík (Austurbær)
59.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 116 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1958 35.100.000 53.250.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 116 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1958 35.100.000 53.250.000 0

***EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA***

Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega 5 herbergja íbúð á 3 hæð í góðu fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað í Hlíðarhverfinu. Íbúðin og húsið hafa verið endurnýjuð og lagfærð töluvert að innan sem utan undanfarin ár eins og sjá má á upptalningunni hér fyrir neðan. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er eignin samtals 116,8 fm. þar af er íbúð 101,9 fm. og geymsla 14,9 fm. Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla og leikskólar.  Í göngufæri er skóli Ísaks Jónssonar, Hlíðaskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Verslunarskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Kringlan. Stutt er í útivistarsvæðin Klambratún, Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Svalir sem snúa í suður með fallegu útsýni.

Skipulag eignar: Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu/stofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, svefnherbergisgang, geymslu, sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymslu.


Frekari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX.


Lýsing eignar:
Forstofa/ gangu
r: Komið er inn í rúmgóða forstofu með vönduðum hvítum fataskápur frá Fagus, dökkar flísar á gólfi.
Borðstofa/stofa: Björt og rúmgóða borðstofa/stofa, innbyggðar hvítar hillur, úr stofu er gengið út á rúmgóðar suðursvalir, parket á gólfi, fallegt útsýni í suður og vestur.
Eldhús: Rúmgott eldhús sem endurnýjað var fyrir nokkrum árum, falleg eldhúsinnrétting frá Fagus, Gorenje eldhústæki, innbyggð uppþvottavél, stórt spanhelluborð, háfur, Corean borðplata, dökkar flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi, vandaðir hvítir fataskápar frá Fagus, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt herbergi.
Svefnherbergi 3: Inn af stofu er rúmgott herbergi, innbyggðar hvítar hillur og skápar á vegg, dúkur á gólfi.  
Baðherbergi: Var endurnýjað 2017, hvít baðherbergisinnrétting, upphengt salerni, sturta, handklæðaofn, vönduð blöndunartæki, hvítar flísar á veggjum og dökkar á gólfi. 
Svefnherbergisgangur: Með góðum fataskápum frá Fagus, dökkar flísar á gólfi.
Geymsla: Í kjallara er 14,9 fm. geymsla, rafmagnstengill, góðar hillur, flísar á gólfi.
Sameign: Snyrtileg sameign með sameiginlegu þvottahús, tvö þurrkherbergi, vagna- og hjólageymsla, tenglar fyrir þvottavél og þurrkara.
Lóð: Skjólgóð gróinn lóð mót suðri, steypt stétt að húsi, sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni og í húsinu eru fjögur gestastæði. 

Búið að endurnýja í eigninni og húsinu undanfarin ár að sögn eigenda:
Íbúð: 

* 2007 var eldhúsið endurnýjað þ.e. sett upp ný eldhúsinnrétting frá Fagus, ný eldhústæki frá Gorenje, sett  ný Corean borðplata og eldhús flísalagt.
* 2019 var spanhelluborð (77x50) endurnýjað.
* 2007 var forstofa og svefnherbergisgangur flísalögð.
* 2007 voru fataskápar í einu svefnherbergi, svefnherbergisgang og forstofu voru endurnýjaðir, vandaðar innréttingar frá Fagus.
* 2007 var geymsla í kjallara máluð og gólf flísalagt.
* 2014 var skipt um gler (hamrað), glerlista og opnanlegt fag í glugga á baðherbergi.
* 2015 var skipt um stóru rúðurnar í stofunni, listar endurnýjaðir og öll timburklæðningin við svalir endurnýjuð og máluð.
* 2015 var settur nýr sólbekkur við stóra gluggann í stofunni og svalahurð yfirfarin.
* Rafmagn í íbúð var endurnýjað fyrir fáeinum árum.
* Ofnar og ofnalagnir voru endurnýjaðar fyrir fáeinum árum.
* Baðherbergi var endurnýjað árið 2017 þ.e. sett upphengt salerni frá Ifö, vaskur og innrétting Ifö frá Tengi, Grohe blöndunartæki í sturtu (stór sturtuhaus), allar lagnir á baði endurnýjaðar, vandaður handklæðaofn, veggir og gólf flísalögð, glerveggur við sturtu frá Samverk.
* Í íbúðinni eru upprunalegar, spónlagðar innihurðar sem eru mjög vandaðar og hafa þær fengið gott viðhald.

Húsið/sameign: 
* Sameign var tekin í gegn árið 2007 þ.e. var máluð og skipt um teppi í stigagöngum og hurðar inn í íbúðir voru endurnýjaðar og setta þéttar eldtefjandi hurðar inn í hverja íbúð. Mjög vandaðar hurðar frá Agli Árnasyni.
*  2014 fékk húsið góða yfirferð að utan – sprunguviðgerðir og málað.
* 2019 var lögð ný drenlögn við húsið. Þá voru allar affallslagnir (skolplagnir) endurnýjaðar.
* Raflagnir endurnýjaðar í sameign og þvottahúsi fyrir nokkrum árum.
* Settir voru upp sér tenglar fyrir þvottavélar og þurrkara sem tilheyra hverri íbúð (greinar fyrir hverja íbúð).
* Nýjar rafmagnstöflur voru settar upp í sameign – ein fyrir hvorn stigagang.
* Hjóla- og vagnageymslur voru málaðar fyrir nokkrum árum.
* Skolvaskur settir upp í þvottahúsi. 
* Verkís gerði ástandskoðun á húsinu árið 2012 vegna framkvæmda sem gerðar árið 2014. Skýrsla er til hjá gjaldkera húsfélagsins.
* Ljósleiðari er kominn upp í íbúð.

Hér er um að ræða einstaklega fallega og mikið endurnýjaða eign í fallegu vel við höldnu fjölbýlishúsi. Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, verslanir og náttúruna. Eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected] 

Skipulag eignar: Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu/stofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, svefnherbergisgang, geymslu, sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymslu.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX.

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.