Hverfisgata 54 101 Reykjavík (Miðbær)
Hverfisgata 54 , 101 Reykjavík (Miðbær)
42.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 71 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1978 19.550.000 39.100.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 71 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1978 19.550.000 39.100.000 0

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík.

ATH. EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN

Falleg og vel skipulögð 71,1 fm. tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð, merkt 0301.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.


Smelltu hér til að opna söluyfirlit fyrir eignina

Hverfisgata 54 er fjögurra hæða steypt fjölbýlishús með aðkomu/inngangi bæði frá Laugarvegi og Hverfisgötu. Byggt árið 1978. 

Komið er inní parketlagða og rúmgóða forstofu með fatahengi. Gott pláss fyrir fataskáp.
Nýlegt eldhús er parketlagt, með góðri borðaðstöðu. Bökunarofn í vinnuhæð, span helluborð og gufugleypir. Ísskápur og uppþvottavél geta fylgt með. 
Stór og björt parketlögð stofa.
Gott parketlagt svefnherbergi, með fataskápum.
Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf með vegghengdu salerni, handklæðaofni og góðri innréttingu. Stór flísalögð sturta með glerhurð.

Eignin hefur fengið gott viðhald á sl. árum. Margt endurnýjað á smekklegan hátt, svo sem gólfefni, baðherbergi, eldhúsinnréttingar og tæki, innihurðir, fataskápar o.fl.
Sérgeymsla á hæð við hlið íbúðar. Hægt er að hafa þvottaherbergi í geymslunni, þar sem vatnslagnir og loftræsting eru til staðar.

Húsið hefur fengið ágætis viðhald að utan, svo sem með málun, múr viðgerð og lagfæringu við tréverk. Þakjárn er hefur verið endurnýjað að hluta. 

Gengið er beint inná þriðju hæð hússins af baklóð, þar sem er aðkoma frá Laugarvegi. Keyrt er um port frá Laugarvegi 39.
Eitt merkt sérbílastæði fylgir, möguleiki á að öðru stæði, allt eftir nánara samkomulagi.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Knútur Bjarnason - [email protected], eða í síma 7755 800 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.