Básahraun 29 815 Þorlákshöfn
Básahraun 29 , 815 Þorlákshöfn
74.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 225 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 78.450.000 54.700.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 225 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 2 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2006 78.450.000 54.700.000 0

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna einstaklega glæsilegt og vel skipulagt 5. herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Eignin er samtals 225,1 fm. þar af er íbúðarhluti 171,1 fm. og bílskúr 54 fm. Umhverfis húsið er gróinn og fallegur garður með suðvestursólpall og hellulagðri innkeyrsla. Húsið er vel staðsett á rólegum stað innst í botnlanga og stutt er í verslun, skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð og sundlaug.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, sjónvarpshol, gang/anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu (háaloft) og bílskúr.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stór og björt stofa/borðstofa, búið er að skipta stofu upp í tvö opin rými með léttum vegg sem liggur á flísunum og auðvelt er að fjarlægja, útgengi úr forstofu út á suðvestur sólpall, hátalarar í lofti/tenging í vegg, flísar á gólfi
Eldhús: Einstaklega rúmgott og eldhús með fallegri innréttingu, eyja, háfur, innbyggð uppþvottavél, gaseldavél, flísar milli skápa, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi/fataherbergi: Stórt hjónaherbergi með rúmgóðu fataherbergi, veggskápur, flísar á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi 4: Rúmgott svefnherbergi, flísar á gólfi.
Baðherbergi 1: Rúmgott baðherbergi með góðri innréttingu, baðker, upphengt salerni,  flísalagt í hólf og gólf.
Baðherbergi 2: Með góðri innréttingu, upphengdu salerni, walk in sturta, innfelld blöndunartæki í sturtu, flísalagt í hólf og gólf. Er inna af hjónaherbergi. 
Þvottahús: Úr gangi er gengið inn stórt flísalagt þvottahús með miklu skápaplássi, vinnuborði og vask. 
Gangur/anddyri við bílskúr: Flísalagður gangar/anddyri, gönguhurð út á framhlið hússins. Lúga er í lofti upp á háaloft en þar er mikil lofthæð og auðvelt er að innrétta þar allt að 40 fm. rými.
Bílskúr: Innbyggður bílskúr, skápar, vinnuborð, vaskur, heitt og kalt vatn, skóhillur, bílskúrshurðaopnari, flísar á gólfi. Ath. bílskúr var minnkaður þegar að þvottahús var stækkað. 
Innréttingar: Allar innréttingar eru úr eik og framleiddar af Trésmiðjunni Fagus ehf.
Lóð: Gróin og fallega frágengin 808,4 fm. lóð. Framan við húsið er nýlega hellulögð innkeyrsla og gangstétt, á suðuvesturhlið hússins er sólpallur, hitalögn að hluta til undir bílaplani og stétt við hús. 
Húsið: Er timburhús klætt  með novabrik klæðningu, hiti er í gólfum, extra lofthæð, extra hæð á hurðum, innfelld halogenlýsing er að hluta í loftum.

Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:

Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 3276 eða [email protected]

Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. 
Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.