Stapahraun 2 220 Hafnarfjörður
Stapahraun 2 , 220 Hafnarfjörður
175.000.000 Kr.
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 407 m2
HERBERGI 15 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 15 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 126.900.000 82.150.000 0
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 407 m2
HERBERGI 15 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 15 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1985 126.900.000 82.150.000 0

Heglafell fasteignasala kynnir í sölu

FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI

Um er að ræða fasteignina Stapahraun 2 í Hafnarfirði: Húsið er allt hið snyrtilegasta að innan og utan og hefur verið mikið endurnýjað. M.a. er húsið nýlega málað að innan og utan og þakið yfirfarið. Staðsetning miðsvæðis í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og stofnbrautir.

Lýsing á húsi:

Fasteignin er á tveimur hæðum með 15 útleigueiningum. Skiptist þannig að neðri hæðin er 202,8 fm og efri hæðin 204,6 fm, samtals 407,4 fm skv. Þjóðskrá Íslands. Húsið er allt í leigu í dag. Mögulegt fyrir væntanlegan kaupanda að yfirtaka leigusamningana. Eign sem býður upp á mikla möguleika.

Neðri hæð: 7 stúdíóíbúðir, útskot fyrir þvottavélar og þurrkara ásamt innréttingu. Sameiginleg geymsla fyrir íbúa og inn af henni lítið herbergi sem húsvörður hefur til afnota fyrir verkfæri, ræstingarvörur ofl.
Efri hæð: 8 stúdíóíbúðir, innrétting á gangi. Neyðarútgangar út á svalir.

Stúdíóíbúðin: Íbúðirnar eru að innanmáli frá 13 - 30 m2 Allar eru þær með eldhúsinnréttingu með vaski. Innréttingin er 120-180 sm, eftir því hvað rýmið sjálft býður uppá. Hver og ein íbúð hefur sér flísalagt baðherbergi með sturtu. Parket á gólfum.
Sameign: Snyrtilegir gangar, teppi á neðri hæð, flísar og vinilparket á efri hæð. Nýjar þvottavélar og þurrkarar eru á neðri hæð til afnota fyrir íbúa hússins. Einnig er bakaraofn og örbylgjuofn til afnota í sameign. Geymsla er vel nýtt þar sem hver íbúð hefur 2 hillur til umráða, merktar íbúðarnúmeri. Ekki er leyfilegt að geyma dót á göngum hússins.
Húsvörður: Býr í húsinu og sér um vikuleg þrif á sameign. Íbúar geta leitað til hans ef þeir t.d. læsa lyklana sína inni (er með master), þurfa aðstoð við að skipta um ljósaperur eða logga sig inná netið eða þess háttar. Hefur einnig umsjón með að lóð og aðkoma að húsinu sé ávallt snyrtileg og að fólk gangi vel um sameign. Hann lánar íbúum ryksugu og skúringagræjur, sem húsið á, þegar þess er óskað.
Lóð: Lóðin er snyrtileg og hefur hver stúdíóíbúð eitt sérmerkt einkastæði. Íbúum er ekki heimilt að geyma dót og drasl á lóðinni. Læst ruslakar er við enda hússins sem er tæmt vikulega.
Lyklakerfi er í húsinu, lykill gengur að útidyrahurð ásamt íbúð og geymslu í sameign. Einnig er kóðakerfi að útihurð þar sem t.d. gestir geta slegið inn kóða til að komast inn og bankað svo hjá viðkomandi.
Endurbætur: Seinni hluta árs 2018 hófust endurbætur á húsinu sem stóðu yfir í tæpt ár. Húsið var tekið í gegn að innan og utan og lóðin lagfærð. Húsið er í góðu ástandi.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf s 899-5209, [email protected]
 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.