Fallegt 194 fm parhús með innbyggðum 36,8 fm bílskúr við Fagrahjalla í Kópavogi.Nýlegt þak, stór nýleg verönd með skjólveggjum og nýjum heitum potti.
Suðvestur svalir og fallegt útsýni . Mjög plássgott hellulagt bílaplan með hitalögnum.
LÝSING:Neðri hæðInngangur í forstofu með fataskáp, hol, hjónaherbergi með nýlegum fataskáp, flísalagt baðherbergi með hornbaðkari og góðri innréttingu, þvottahús.
Góður stigi upp á efri hæð með fallegum stórum glugga.
Efri hæðin: Stórar og bjartar stofur með mikilli lofthæð og halogen lýsingu, opið eldhús og rúmgóð borðstofa, flísalagt baðherbergi með góðri innréttingu og sturtu.
Frá stofu er útgengi út á stóra nýlega verönd með skjólveggjum og nýjum heitum potti.
Útgengt er einnig frá stofu út á suðvestur svalir sem tengjast veröndinni.
Mjög fallegt útsýni er af efri hæðinni til suðvesturs og fjallahringinn á Reykjanesi.
Bílskúrinn er rúmgóður með afstúkaðri geymslu að hluta.
Áhugasamir sem eru að leita að góðu húsi á frábærum stað hafið samband við Hörð Sverrisson, lgf s 899-5209 og á [email protected] ----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.