Kiðárbotnar 62 320 Reykholt í Borgarfirði
Kiðárbotnar 62 , 320 Reykholt í Borgarfirði
21.900.000 Kr.
Tegund Sumarhús
StærÐ 40 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1982 14.650.000 12.950.000 0
Tegund Sumarhús
StærÐ 40 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1982 14.650.000 12.950.000 0

Kiðárbotnar 62 - í Húsafelli

Fallegur 40,3 fm sumarbústaður sem stendur á 1200 fm eignarlóð við Kiðárbotna í landi Húsafells. Góð timburverönd með heitum potti sem nýtur sólar allan daginn. Stutt í alla þá þjónustu sem Húsafell hefur upp á að bjóða. 

Nánari lýsing:
Anddyri með fathengi. Björt stofa með útgengt á timburverönd til suðurs. Eldhús með viðarinnréttingu og borðkrók. Eldhús er opið inn að stofu. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi með hvítri viðarinnréttingu og tengi fyrir sturtuklefa. Stór og veglegur timburpallur með skjólgirðingu, heitumpotti og vinnuskúr.  
 
Gólfefni húss:  
Parket og dúkur.
 
Lóð:
Lóðin er skráð 1200fm eignarlóð. Lóðin er falleg og er mikill trjággróður umhverfis húsið sem gefur gott skjól. Timburveröndin snýr bæði til suðurs og vestur þannig að sól næst allan daginn.
 
Upplýsingar:
Nýlega hafa vatnslagnir, hitagrind og rafmagnsmælir verið endurnýjað. Húsið virðist vera í góðu ástandi og hafa fengið gott viðhald síðustu ár.

ANNAÐ: Fjarlægð frá Reykjavík er 130 kílómetrar. Öll helsta þjónusta er á staðnum, veitingastaður, strandblakvöllur, sundlaug og þjónustumiðstöð. Á svæðinu eru sérlega fallegar gönguleiðir og stutt í náttúruperlur eins og Langjökul, Arnarvatnsheiði, Barnafossa og einnig er á staðnum 9 holu glæsilegur golfvöllur. Á sumrin er kvöldskemmtun með varðeld og lifandi tónlist á laugardagskvöldum. Á svæðinu er glæsilegt tjaldstæði með aðgangi að sturtum, salerni, þvottahúsi og rafmagni. Húsafell er paradís fyrir sumarbústaðaeigendur jafnt á sumrin og veturnar. Stutt upp á jökul, góðar gönguleiðir, sundlaug, golfvöllur, veitingarstaður, verslun o.fl.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Helgafell fasteignasala, sími: 566 0000
Rúnar Þór Árnason lgf., sími: 77 55 805 /  netfang: [email protected]
María Steinunn Jóhannesdóttir, í námi til löggildingar.  Sími: 849 5002 / netfang: [email protected]

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.