Launrétt 1 806 Selfoss
Launrétt 1 , 806 Selfoss
83.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 275 m2
HERBERGI 10 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 7 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1955 73.800.000 32.600.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 275 m2
HERBERGI 10 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 7 3 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1955 73.800.000 32.600.000 0

Launrétt 1 - Gamli dýralæknabústaðurinn:
Um er að ræða fallegt og mikið endurnýjað 10 herbergja einbýlishús í Laugarási Bláskógabyggð. Húsið stendur á einstaklega fallegum stað með frábæru útsýni á bökkum Hvítár austan megin við Hvítárbrúnna við Iðu. Húsið er á tveimur hæðum og er samkvæmt fasteignamati 275.4 fm. og lóð er 1000 fm. Eignin hentar mjög vel fyrir ferðaþjónustu, sem sumarhús fyrir stéttarfélög eða sem sumarhús fyrir stórfjölskylduna. Í húsinu er m.a. rekið gistiheimilið "Laugarás homestay" með gistileyfi fyrir 8 gesti. Gistiheimilið hefur fengið einstaklega góð meðmæli gesta á Booking.com og er með einkunnina 9,7. Frábær eign með mikla möguleika. 

Skipulag eignar:
Efri hæð: Forstofa, eldhús, stofa/borðstofu, 3 - 4 svefnherbergi, baðherbergi, hol/gangur og búr.
Neðri hæð: Forstofa, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, gestasnyrting, stofa/hol/gangur, þvottahús og geymsla.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Lýsing eignar:
Efri hæð:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu.
Eldhús/borðstofa: Stórt flísalagt eldhús og borðstofa með nýrri hvítri innréttingu, helluborð, bakarofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur sem fylgir með. Í borðstofu eru hvítir veggskápar sem fylgt geta með.
Svefnherbergi 1-2: Rúmgóð tvö svefnherbergi sem búið er að sameina  og er notað er sem sjónvarpshol í dag, sjónvarpsskápur sem fylgt getur með, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, hvítur fataskápur, panelklæddir veggir, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 4: Gott svefnherbergi, stór hvítur skápar, spegill á skáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Góð innrétting, upphengt salerni, flísar á gólfi.
Hol/gangur: Flísar á gólfi, útgengi út á suður verönd. 
Búr: Inn af forstofu er flísalagt búr.

Neðri hæð:
Forstofa: Flísalögð forstofa.
Svefnherbergi 5: Stórt og bjart parketlag svefnherbergi.
Svefnherbergi 6: Stórt og bjart parketlag svefnherbergi.
Svefnherbergi 7: Rúmgott parketlag svefnherbergi.
Svefnherbergi 8/ baðherbergi/"svíta": Stórt parketlagt svefnherbergi, útgengi út á lóð, baðherbergi með upphendu salerni, sturta, baðherbergisinnrétting, flísar á veggjum og gólfi.
Stofa/hol/gangur: Flísalagður gangur og lítil stofa.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi, upphent salerni, sturta, hvít baðherbergisinnrétting, flísar á veggjum og gólfi.
Gestasalerni: Vaskur, upphengt salerni, flísar á gólfi.
Þvottahús: Stórt flísalag þvottahús, hvít innrétting, sturta.
Geymsla: Inn af þvottahúsi er gluggalaus geymsla, flísar á gólfi. 
Lóð: Lóðin er 1000 fm., gróin og skógi vaxinn, framan við húsið er stór malalögð innkeyrsla og sólpallur framan við anddyri í kjallara, á suðurhlið hússins er stór verönd og 15 fm. geymsluskúr, vestan við húsið er 8 fm garðhýsi með sólpall, heitur pottur er norðan við húsið en hann er ótengdur.
Húsið: Er byggt 1955 og er gamli dýralæknabústaðurinn.

Núverandi eigendur hafa endurnýjað eignina mikið undanfarin ár m.a.:
* Skipt um þakjárn, þakkanta, undirneglingu og þakrennur.
* Nýir gluggar á suður- og austurhlið.
* Ný hitalögn lögð í gólf.
* Allar neysluvatnslagnir eru nýjar.
* Múrviðgerðir utanhús.
* Pallar og svalir smíðaðir umhverfis húsið.
* Lagðar flísar á öll alrými og böð.
* Nýtt plastparket á öllum herbergjum.
* Raflagnir í eldhúsi og borðstofu endurnýjaðar.

Hér um að ræða einstaklega fallega og vel staðsetta eign í hjarta Suðurlands þar sem stutt er á vinsæla ferðamannastaði s.s Skálholt, Þjósárdal, Reykholt, Laugarvatn og Gullfoss og Geysi. 

Laugarás er lítið þorp við Hvítá, skammt frá Skálholti:
Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási er vinsæll staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna. Þar eru íslensk húsdýr, fuglar og smádýr sem hægt er að skoða og klappa. Grundvöllur byggðarinnar er annars vegar heita vatnið og hins vegar að þorpið er í miðju uppsveitanna, stutt er í helstu náttúruperlur svæðisins og sögustaði. Allskyns grænmeti og blóm eru ræktuð í gróðurhúsum allt árið. Heilsugæslustöðin í Laugarási þjónar öllum uppsveitum Árnessýslu. Sjá nánar hér.

Vefslóð á "Laugarás homestay".

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali - [email protected], eða í síma 893 3276.

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.