Boðaþing 14 203 Kópavogur
Boðaþing 14 , 203 Kópavogur
63.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 100 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 47.950.000 48.850.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 100 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 1 1 Sameig.
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 47.950.000 48.850.000 0

*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***

OPIÐ HÚS SEM VERA ÁTTI Á MIÐVIKUDAGINN 15. SEPTEMBER KL. 17.30-18.00 FELLUR ÞVÍ NIÐUR.

Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna glæsilega 2ja herbergja útsýnisíbúð með 34 fm. þaksvölum á 5. hæð í glæsilegu lyftuhúsi. Eignin er samkvæmt fasteignaskrá 100,3 fm. þ.a. er íbúðarhluti 92,4 fm., geymsla  7,9 fm og 34 fm. suður þaksvalir úr stofu með einstaklega fallegu útsýni.l


Íbúðir í þessu húsi eru með kvöð um að ekki megi selja þær nema til aðila sem er 50 ára og eldri. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu sem staðsett er í sameign og sameiginlega vagna- og hjólageymslu.

Skipulag eignar:
Anddyri: Af lyftugangi er komið er inn í sameiginlegt 5,7 fm. anddyri með íbúð 501, teppi á gólfi. 
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með harðparketi á gólfi, dyrasími með myndavél, góður forstofuskápur.
Stofa/borðstofa: Í alrými er rúmgóð stofa / borðstofa með útgengi út á 34 fm. hellulagða suður þaksvalir með einstaklega fallegu útsýni, harðparket á gólfi. 
Eldhús: Í alrými er rúmgott eldhús með fallegri innréttingu, eyju, bakaraofn, háfur, harðparket á gólfi. 
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með fallegri innréttingu, hvítur veggskápur, sturta með góðu aðgengi, upphengdu salerni, handklæðaofn, gólfhiti, flísalagt í hólf og gólf. 
Þvottaherbergi: Innan íbúðar er rúmgott þvottahús, með góðri innréttingu og vinnuborði, vaskur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi. 
Geymsla: Í sameign í kjallara er 7,9 fm. geymsla, málað gólf.
Sameign: Í sameign er sameiginleg vagna- og hjólageymsla. Lyfta fyrir allar hæðir og niður í bílageymslu. 

Lóð: Lóðin er 3.772 fm. og er sameiginleg með Boðaþingi 14-16. Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum. Stæði í bílageymslu fylgir ekki eigninni en 44 bílastæði eru á lóð utan við húsið þ.a. eru 2 þeirra fyrir fatlaða. 

Húsið: Boðaþing 14-16 er glæsilegt og vandað fjölbýlishús var byggt af Húsvirkja. Húsið er á 5 hæðum inngangur og bílageymsla á jarðhæð, alls 36 íbúðir. Tveir stigagangar og lyftur í þeim báðum. Húsið er byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með áli og timburklæðningu. Þak er viðsnúið þak, slétt með þakdúk og einangrað ofan á plötu með þéttri rakaheldri plasteinangrun a.mk. 250 mm, fergri með perlumöl og hellum. Gluggar eru álklæddir trégluggar með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri). Útihurðir, ásamt innri hurðum í anddyri eru með rafrænum opnunarbúnaði. Á gólfum stigahúsa og í sameign, að undanskildum anddyrum, sorpi hjól og vagnageymslum, geymslugöngum og brunastúkum inn í bílageymslu er teppi, en flísar á anddyri. Allar hurðar í sameign eru með rafmagnsopnara. Útveggir eru ýmist múrhúðaðir að innan eða sandspatlaðir og innveggir eru ýmist hlaðnir og múrhúðaðir eða léttir gifsveggir. Innréttingar eru frá GKS, hurðir eru frá Birgisson, gólfefni eru frá Birgisson, loftræstikerfi í hverri íbúð, tæki í votrými frá Tengi, sturtugler frá Glerborg, gluggar og gler frá Glerborg, brunakerfi frá Nortek.

Umhverfið: Það er stutt að fara til að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Elliðavatn og í Heiðmörk þar sem eru margar góðar gönguleiðir. 

Fasteignamatið fyrir árið 2022 er 57.250.000 milljónir.

Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: [email protected]
 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.