Lyngmói 4 800 Selfoss
Lyngmói 4 , 800 Selfoss
Tilboð
Tegund Parhús
StærÐ 166 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2004 52.350.000 54.850.000 0
Tegund Parhús
StærÐ 166 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2004 52.350.000 54.850.000 0
Opið hús: 03. október 2022 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: Lyngmói 4, 800 Selfoss. Eignin verður sýnd mánudaginn 3. október 2022 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Helgafell fasteignasala og Ingimar Másson löggiltur fasteignasali kynna:  166,8 m²  parhús á Selfossi sem skiptist í íbúð 136,8fm og bílskúr 30fm.
Einnig er í samþykktum teikningum 18fm sólskáli með steyptum grunni og hita í gólfi. Nýtist í dag sem hluti af stofunni. Heildarstærð nýtanlegrar eignar er því 184.7fm.
Húsið er timburhús, klætt að utan með músteini.


Nánari lýsing:
Anddyri: Flíslagt með þreföldum fataskáp. Innaf anddyri er rúmgott svefnherbergi. Eldhús er opið og vel skipulagt, spanhelluborð, ofn í vinnuhæð, háfur og stálvaskur. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu og uppþvottavél. 
Stofa er björt og opin og er hún í opnu alrými sem tengist saman við eldhús. Tvöföld rennihurð er frá sólskála í bakgarð. Svefnherbergi með fataskáp. Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskáp og innbyggðum skúffum,.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er sturta, salerni og góð innrétting. Þvottahús (skráð geymsla og þvottahús á teikningu) er rúmgott með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Gott borðpláss með vask, útgengt er frá þvottahúsi í bakgarð. 

Bílskúr er með inngönguhurð við aðalinngang hússins og bílskúrshurð. Malbikað er fyrir framan bílskúr.

Bakgarður er afgirtur með skjólgirðingu. Bakgarðurinn er að hluta til pallur og að hluta til möl og hellur.
Pallur er aftan við húsið u.þ.b. 100 m² að sögn seljanda. Pallurinn er með skjólgirðinu og heitum potti.
Gróðurhús er í bakgarði.

Gólfefni húss: Náttúruflísar eru á öllum rýmum eignarinnar nema sólstofu og bílskúr. Sólstofa með vinylparketi. Gólfhiti með hitastýringum.
Loft eignarinnar eru upptekinn. Innbyggð lýsing er að stærstum hluta.
Innréttingar eru að mestu spónlagðar úr eik og koma frá INNEX.

Heilt yfir er um fjölskylduvænt og vel skipulagt hús, í grónu og vinsælu Selfossi að ræða.

Nánari upplýsingar veitir Ingimar Másson löggiltur fasteignasali, í síma 612-2277, tölvupóstur [email protected] 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.