Selvogsbraut 3a 815 Þorlákshöfn
Selvogsbraut 3a , 815 Þorlákshöfn
65.500.000 Kr.
Tegund Raðhús
StærÐ 130 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2003 62.650.000 52.050.000 0
Tegund Raðhús
StærÐ 130 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2003 62.650.000 52.050.000 0

Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu smekklega innréttað og fallegt 3 - 4 herbergja raðhús á góðum stað í hjarta Þorlákshafnar. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 130,5 fm. og þ.a. er íbúðarhluti 103,6 og innbyggður bílskúr 26,9 fm. Góð aðkoma er að húsinu og lóð er að mestu leiti frágengin með suður sólpalli og heitum potti.

Skipulag eignar; Anddyri, stofa/borðstofa, eldhús, sjónvarpshol, hjónaherbergi, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, svefnherbergi/geymsla og bílskúr með 13 fm. geymslulofti sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda eignarinnar.
 
Hafið samband við Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali í s. 893 3276 til að bóka skoðun.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Lýsing eignar:

Anddyri: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp.
Stofa/borðstofa: Í alrými er björt og opin stofa með parket á gólfi, aukin lofthæð.
Eldhús: Í alrými er parketlagt eldhús með fallegri HTH innréttingu, eldhústæki frá AEG, háfur frá Heimilistækjum, innbyggð uppþvottavél, aukin lofthæð.
Sjónvarpshol: Parketlagt sjónvarpshol, aukin lofthæð.
Hjónaherbergi: Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með góðum fataskápum og útgengi út á baklóð.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt barnaherbergi.
Svefnherbergi 3 / geymsla: Búið er að breyta geymslu í bílskúr í svefnherbergi og setja hurð úr sjónvarpsholi inn í herbergið og loka fyrir hurð í bílskúr. Auðvelt að breyta til baka. 
Baðherbergi: Stórt baðherbergi með góðri innréttingu, sturta, handklæðaofn og upphengt salerni.  Flísar á gólfi og veggjum. 
Þvottahús: Með flísum á gólfi, hvítur skápur og tengi fyrir þvottavél. Auðveldlega væri hægt að breyta þessu rými í lítið svefnherbergi og færa þvottavél og þurrkara í bílskúr.
Bílskúr: Bílskúrinn er 26,9 fm.  Innkeyrsluhurð, gönguhurð og innangengt er í bílskúr úr forstofu.  Upptekið loft er í skúrnum og búið að setja upp 13 fm. geymsluloft sem ekki er inn í heildarfermetrafjölda. Málað gólf.
Lóð: Að framan er suður sólpallur og innkeyrsla er með möl. Baklóð er þökulögð og með litlum matjurtakassa.
Húsið: Húsið stóð óinnréttað til ársins 2016. Á árunum 2016-2017 var það klárað og settar í raf- og vatnslagnir, allar innréttingar, gólfefni og húsið málað. Hiti er í gólfum nema í svefnherbergjum, loftaþiljur í lofti. Húsið er steypt úr viðhaldsfríum forsteyptum einingum með steináferð.

Hér er um að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign miðsvæðis í Þorlákshöfn. 

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veita:
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali, í s. 893 3276 eða í netfangið [email protected]       

Þorlákshöfn:

Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.