Helgafell fasteignasala kynnir endaraðhús í byggingu í Vík í Mýrdal.Endaraðhús í byggingu við Strandveg 15 í þéttbýli í Vík í Mýrdalshreppi. Húsið er byggt á staðnum.
Stærð: 108fm.
Húsið er afhent fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan.
Gert er ráð fyrir þremur svefnherbergjum, opnu eldhúsi við stofu, baðherbergi, gestasalerni og þvottahúsi. Innkeyrsla, með tveimur bílastæðum við hvert hús.
3D teikningar að utan3D teikningar að innanFrágangur utanhúss:Húsið afhendist fullbúið að utan og einangrað. Þakrennur, niðurföll og þakkantur frágengin, ásamt gluggum og inngangshurðum. Allir gluggar eru með tvöföldu einangrunargleri sem og öryggisgler þar sem þess er krafist (í stofu). Gluggar og hurðar eru úr áli og timbri en rennihurðir í stofu og hjónaherbergi eru úr áli.
Útveggir og þak er byggt á eftirfarandi hátt:Veggjaklæðning er á lektum, standandi dökkgrátt trapisuál og liggjandi lerki. Það er 9mm krossviður á 45x145mm timburgreind, 145mm þéttull sem einangrun, raksperrulag og rafmagnsgrind.
Þak er einhalla timburþak með ábræddum tjörupappa/álímdum firestone þakdúk. Þakpappi og borðaklæðning á 45x270mm timbursperrum og 220mm steinullareinangrun með pappa. Rakasperrulag og rafmagnsgrind.
Ál áfellur koma af þaki niður á veggi.
Trapisu ál, áfellur, gluggar og hurðar dökkgrá að lit RAL 7016.
Rafmagn:Rafmagn er frágengið í töflu samkvæmt byggingarstigi 3. Seljandi skilar húsinu með öllum skylduljósum sem og útiljósum.
Hitun og neysluvatn:Gólfhiti er ísteyptur í gólfplötu. Neysluvatn er rör í rör kerfi lagt í gólfplötu.
Húsin eru í byggingu og er áætluð afhending í september 2023.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald, sem er 0,3% af brunabótamati eignar.
Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við:
Helgafell fasteignasala - Sími 566 0000Rúnar Þór Árnason, lgf. sími: 775 5805 /
[email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.