Helgafell fasteignasala og Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna fallega 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í vönduðu lyftuhúsi. Innfeld lýsing, gólfhiti og fallegar innréttingar. Tvennar svalir og stæði í bílageymslu.
EIGNIN HEFUR VERIÐ TEKIN ÚR SÖLUMEÐFERÐ OG ÞVÍ FELLUR OPNA HÚSIÐ NIÐUR SEM FYRIRHUGAÐ VAR KL. 17:15 Í DAG, MÁNUDAG.SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu / borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu sem staðsett er inn af bílastæði eignarinnar í bílakjallara og sameiginlega vagna- og hjólageymslu.
Nánari lýsing:Forstofa: flísar á gólfi - góður fataskápur .
Stofa / borðstofa: flísar á gólfi - rúmgóð björt stofa / borðstofa - innfelld lýsing - útgengt á góðar svalir með timburklæðningu úr harðvið.
Eldhús: rúmgott og mjög bjart með fallegri innréttingu - keramikk helluborð - tengi fyrir uppþvottavél - vifta - flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott - góðir fataskápar - flísar á gólfi - innfelld lýsing við fataskápa - útgengt á svalir með timburklæðningu úr harðvið.
Barnaherbergi: góður fataskápur - flísar á gólfi.
Baðherbergi: flísar í hólf og gólf - gólfhiti - góð innrétting - gler sturtuklefi - baðkar - upphengt salerni - handklæðaofn - innfelld lýsing.
Þvottahús: innangengt úr forstofu - flísar á gólfi - góð nýleg innrétting - vaskur - tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: í sameign í kjallara er um 8 fm. geymsla sem staðsett er aftan við bílastæði sem fylgir eigninni.
Sameign: öll mjög snyrtileg - sameiginleg vagna- og hjólageymsla - lyfta er í húsinu -
sameign þrifin vikulega af þjónustuaðila.
Sérbílastæði í bílakjallara.Húsið Norðurbakki 11 til 13 stendur á sameigninlegri lóð og á milli húsanna er skemmtilegt útisvæði fyrir börn. Sameiginlegt svæði á þaki hússins.
Stutt í alla þjónustu, skemmtilegar gönguleiðir sem og Miðbæ Hafnarfjarðar
Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 842 2217 / [email protected]----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.