Opið hús: 20. mars 2023 kl. 17:00 til 17:30.Opið hús: Vorsabær 16, 110 Reykjavík. Eignin verður sýnd mánudaginn 20. mars 2023 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Helgafell fasteignasala og Ingimar Másson löggiltur fasteignasali kynna: Einbýlishús á einni hæð við Vorsabæ 16. Eignin er skráð alls 178 fm. Íbúðarrými 139,2 og bílskúr 38,8 fm.
Húsið er á einni hæð og skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, gestasalerni, þvottaherbergi og fjögur svefnherbergi. Með húsinu fylgir gámur úti í garði sem notaður hefur verið sem geymsla. Að sögn seljanda var þak endurnýjað fyrir nokkrum árum, búið er að taka allan múr í gegn utan á húsinu og grunna. Settur var gólfhiti í húsið og flotað. Skolp er að fullu endurnýjað og lagnir endurnýjaðar að mestu.
Góð staðsetning í Árbænum, rétt við Elliðaárdalinn, sem er ein af náttúruperlum Reykjavíkur.
Nánari lýsing:Komið er inn í anddyri, hurð á hægri hönd inn í herbergi. Á vinstri hönd er gestasnyrting sem er ný uppgerð og flísalögð. Eldhús er að mestu upprunanlegt. Inn af eldhúsi er rúmgott þvottaherbergi. Rúmgóð borðstofa er út frá eldhúsi með stórum gluggum. Stofan er rúmgóð og björt með stórum gluggum. Arin er á milli stofu og borðstofu.
Hjónaherbergi með skáp og inn af því er rými þar sem er sturta og snyrtiaðstaða.
Við hlið hjónaherbergi eru tvö svefnherbergi.
Baðherbergi er ný flísalagt - með baðkari, sturtu, vask og salerni. Af holi er gengið út á hellulagðann pall þar sem er gamall pottur og stór garður.
Bílskúr: er 38,8.5 fm og með gönguhurð bæði að framan og aftan.
Gámur/geymsla: Í garðinum er 20 feta gámur sem notaður er sem geymsla og hefur verið byggt þak ofan á hann.
Verð kr. 119.900.000,-Nánari upplýsingar veitir Ingimar Másson löggiltur fasteignasali, í síma 612-2277, tölvupóstur [email protected] ----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.