Gunnar Andri Þórisson

Söluráðgjöf og eftirfylgni

Gunnar Andri Þórisson  hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum frá árinu 1997. Margoft verið gestafyrirlesari við Háskólann í Reykjavík.

 

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

 

Gunnar Andri á eina dóttur sem er fædd 1990 og fátt finnst þeim skemmtilegra en að fara út að borða og njóta góðra stunda saman.

 

Áhugamálin eru mörg eins og að víkka sjóndeildarhringinn og ferðast til ólíkra landa, komast á hestbak eða í laxveiði.