Þuríður Eiríksdóttir

Innanhúsráðgjöf og stílisering

Rúrý er búin að læra innanhúsráðgjöf og hefur gott auga fyrir skipulagi og breytingum. Hefur unnið við ráðgjöf og stíliseringu hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Rúrý hefur langa reynslu af verslunar- og sölustörfum, m.a. sem verslunarstjóri hjá Olíuverslun Íslands til fjölda ára. Hún hefur einnig verið í eigin rekstri.  Rúrý er gift, á þrjár dætur, leikvöllur hennar tengist ferðalögum og allri útiveru, langar að fara oftar á golfvöllinn.