Gjaldskrá

 

Verðskrá:

 

------------------------------------------------

 

Söluþóknun fasteigna:

 

Lágmarksþóknun vegna sölu á fasteign er kr. 434.000,- m/vsk.

 

Einkasala: 1,70% - 1,95% auk vsk. af söluverði eignar.

 

Almenn sala: 2,0% - 3,0% auk vsk. af söluverði eignar.

 

Starfsmenn Helgafell fasteignasölu sjá um opin hús og sýningar.

 

 

Aðstoð við frágang skjala vegna sölu á eign, þ.m.t. kauptilboð, kaupsamningur og afsal er að lágmarki kr. 372.000,- m/vsk.

 

Sala bifreiða/hjólhýsa o.þ.h. sem sett er upp í kaup á fasteign er sem nemur 3,5% auk vsk. af söluverði en þó aldrei lægra en kr. 79.980,- m/vsk

 

Söluþóknun félaga og fyrirtækja er 4% auk vsk. af heildarvirði, þ.m.t birgðir. Lágmarksþóknun fyrir sölu á félögum eða fyrirtækjum er kr. 500.000,-  auk vsk.

 

-------------------------------------------------

 

Gagnaöflunargjald og umsýslugjald:

 

Gagnaöflunargjald seljanda er 64.480,-  m/vsk.

 

Umsýsluþóknun kaupanda er 79.980,- m/vsk.

 

Allir kaupsamningar hjá Helgafell fasteignasölu eru framkvæmdir af lögfræðingi stofunnar

Með gagnaöflunargjaldi seljanda og umsýsluþóknun kaupanda er átt við margvíslegan útlagðan kostnað við gagnaöflun, svo sem veðbókarvottorð, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðasamningar, teikningar.  Einnig gerð umboða, ráðstafana og veðleyfa.  Umsjón með þinglýsingu og útkeyrslu skjala ásamt samskiptum við lánastofnanir.

·      Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnun er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni. 

·      Gjald vegna húsfélagsyfirlýsinga frá húsfélagaþjónustum er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

 

-------------------------------------------------

 

Verðmat:

Verðmat á íbúðarhúsnæði fyrir lánastofnanir er kr. 37.200,- m/vsk.

 

Verðmat á atvinnuhúsnæði, sumarhúsum, jörðum eða lóðum fyrir lánastofnanir er að lágmarki kr. 40.000,- auk vsk.

 

Söluverðmat fyrir viðskiptavini okkar er þeim að kostnaðarlausu

 

-------------------------------------------------

 

Leigumiðlun:

 

Umsjón með sýningum, opnum húsum (ef við á), gerð leigusamninga, auglýsingar á fasteignamiðlum ásamt samfélagsmiðlum ef við á:

 

Atvinnuhúsnæði:

Samsvarar eins mánaðar leigu, auk vsk.  

Sé leigusamningur lengri en 7 ár samsvarar þóknunin tveggja mánaða leigu, auk vsk.

Íbúðarhúsnæði:

Samsvarar eins mánaðar leigu, m/vsk.

 

Einungis skjalafrágangur (leigusamningur):

Atvinnuhúsnæði:  ½ af mánaðarleigu auk vsk., en aldrei lægra en kr. 64.500,- auk vsk.

Íbúðarhúsnæði, kr. 64.480 m/vsk.

 

 

-------------------------------------------------

 

Myndataka:

 

Á höfuðborgarsvæðinu

Ljósmyndataka fagmanns (innan og utan) kr. 19.220,- m/vsk.

Ljósmyndataka ásamt drónamyndatöku kr. 24.000,- m/vsk.

 

3D myndataka og 3D teikningar í boði gegn tilboði

 

Myndataka frá fagmanni utan höfuðborgarsvæðis: Listaverð + keyrsla

 

Ljósmyndir verða eign seljanda eftir sölu

 

-------------------------------------------------

 

Auglýsingar:

 

Auglýsingar á www.helgafellfasteignasala.is, www.fasteignir.is, www.mbl.is/fasteignir,  www.fasteignaleitin.is / www.fasteignaleitin.dv.is og á www.facebook.com/helgafellfasteignasala er án endurgjalds.

 

Auglýsingakostnaður fyrir prentuð blöð fer eftir stærð og umfangi auglýsingar hverju sinni

 

Helgafell fasteignasala er sýnileg á samfélagsmiðlum og getur eigandi fasteignar sjálfur ráðið kostnaði sem settur er í auglýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

 

-------------------------------------------------

 

Stimpil- og þinglýsingargjöld kaupanda:

 

0,8% af fasteignmati eignar vegna kaupsamnings og afsals til einstaklinga.

0,4% af fasteignamati ef um fyrstu kaup er að ræða.

 1,6% stimilgjald af fasteignamati til lögaðila.

Þinglýsingargjald er kr. 2.700,-  af hverju skjali.