Gjaldskrá

Leiðbeinandi gjaldskrá Helgafells fasteignasölu er eftirfarandi: (nema um annað sé samið)

Söluþóknun fasteigna í einkasölu er 1,95% - 2,4% auk vsk. af söluverði eignar.

Söluþóknun fasteigna í almennri sölu er 2,4% - 3,0% auk vsk. af söluverði eignar.

Gagnaöflunargjald seljanda er 55.800,-  með vsk.

Umsýsluþóknun kaupanda er 74.400,- með vsk.

Verðmat fyrir lánastofnanir er 37.200,- með vsk.

Söluverðmat fyrir viðskiptavini okkar er þeim að kostnaðarlausu.

Söluþóknun félaga og fyrirtækja er 5% auk vsk. af heildarvirði, þ.m.t birgðir.

Fast gjald vegna fagljósmyndunar er kr. 17.980,- með vsk. Myndirnir eru eign seljenda.

Auglýsingakostnaður fyrir blöð fer eftir stærð og umfangi auglýsingar hverju sinni. Auglýsum eignir okkar á  mbl.is, visi.is og helgafellfasteignasala.is.

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar eins mánaðar leigu, auk vsk. Sé leigusamningur lengri en 5 ár samsvarar þóknunin tveggja mánaða leigu, auk vsk.

Með gagnaöflunargjaldi seljanda og umsýsluþóknun kaupanda er átt við margvíslegan útlagðan kostnað, svo sem veðbókarvottorð, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðasamningar, teikningar, gerð umboða, gerð veðleyfa, umsjón með þinglýsingu skjala, opin hús og fleira sem viðkemur öllu sölu-, og kaupferlinu. Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnun er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

Stimpil og þinglýsingargjöld kaupanda:

0,8% af fasteignmati eignar vegna kaupsamnings og afsals til einstaklinga. 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða. Kaupi annar aðilinn í fyrsta skipti þarf hann að eiga að lágmarki 30% eignarhlut til að öðlast afslátt af stimpilgjaldi. 1,6% stimilgjald til lögaðila. Þinglýsingargjald er kr:2.500,- af hverju skjali.