Helgafell fasteignasala kynnir: Samtals 117,2fm. Íbúð á þriðju hæð í fallegu húsi við Bræðraborgarstíg 43, 101 Rvk. Aukin lofthæð (um 2,90M) og gott skipulag. Komið er inní forstofu, með dúk á gólfi og skáp. Tvær hurðar úr forstofu, önnur inn á herbergisgang og hin í stofuna. Stofa með dúk á gólfi, opið inní borðstofu með rennihurð. Borðstofan hefur verið skipt upp í tvö herbergi. Hjónaherbergi með dúk á gólfi, skápum og útgengi út á stórar suðvestur svalir. Eldhús er rúmgott með eldri innréttingu og góðum borðkrók. Baðherbergi með upprunalegu salerni og baðkari. Stór sérgeymsla (13,1fm) í sameign. Í sameign er þvottahús þar sem hver aðili hefur sína þvottavél. Sameignin er falleg með mikilli lofthæð og stórum hringstiga. Húsið að utan er í góðu ástandi, suður og vesturhliðar þess voru viðgerðar og steinaðar upp á nýtt árið 2019 ásamt endurnýjuðum klóaklögnum undir húsi og út í götu, drenlagnir, raflagnir og tafla, ofnar og ofnalagnir. Gler og gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta. Eign á eftirsóttum stað í vesturbænum þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, Sundlaug Vesturbæjar, Melabúðina, Háskóla Íslands o.fl. Eign sem bíður uppá mikla möguleika. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: Skrifstofa Helgafells fasteignasölu, sími: 566 0000 Rúnar Þór Árnason, lgf., S: 77 55 805 / netfang:
[email protected] María Steinunn Jóhannesdóttir, í námi til löggildingar, s: 849-5002 / netfang:
[email protected] ---------------------------------------------------------- Heimasíða Helgafells fasteignasölu Facebook síða Helgafells - Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla - Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana. 4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 68.820,- m/vsk.