Engjavegur 56 800 Selfoss
Engjavegur 56 , 800 Selfoss
Tilboð
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 131 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 26 29 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 62.650.000 34.110.000 0
Tegund Atvinnuhúsnæði
StærÐ 131 m2
HERBERGI 2 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 26 29 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 62.650.000 34.110.000 0

Fasteignirnar með öllu tilheyrandi að Engjavegi 56.

22x leiguíbúðir + 3x 50fm. sumarbústaðir + stórt tjaldsvæði + þjónustumiðstöð og móttökuhúsnæði.

Gesthús er staðsett við Engjavega 56 á fjölskylduvænu útivistarsvæði nærri verslunum, skóla og íþróttasvæði. Há tré afmarka lóðarmörk og veita gott skjól. 
11 smáhýsi sem eru öll tvíbýli þannig að það eru 22 íbúðir 17fm. hvert.   Húsin eru byggð af SG einingarhúsum á Selfossi, samtals um 390 fm. Í hverju smáhýsi er boðið uppá gistingu fyrir 1-3 fullorðna, eða par með tvö ung börn. Baðherbergi með sturtu, eldhús og herbergi. Gestir hafa aðgang að heitum potti sem er staðsettir við þjónusmiðstöðina.
 
Þrjú sumarhús eru á svæðinu, byggð árið 2014, hvert um 50 fm. að stærð. Húsin eru framleidd af BYKO og eru samtals 150 fm. Í hverju sumarhúsi er boðið uppá gistingu fyrir allt að 6 fullorðna. Við húsin er falleg verönd, sólhúsgögn og heitir pottar til einkaafnota fyrir gesti. Frír aðgangur að þvottavél og þurrkara. Þráðlaust internet. Skógur umleikur húsin og gefur gott skjól og upplifun. 

Tjaldsvæði er vel útbúið með öllum þægindum og raffengingum. Rafmagnstenglar eru um 40 talsins og eru staðsettir utan með svæðinu. Það er tvískipt, sérstaklega fyrir tjöld og svo annað fyrir húsbíla/tjaldvagna og fellihýsi. Um 16.000 manns gistu á svæðinu árið 2018.  Á svæðinu er stór tjaldmiðstöð sem gestir hafa frían aðgang að.

Um 131 fm. tjaldmiðstöð frá árinu 2008 er á svæðinu sem gestir hafa frían aðgang að.  Þar eru snyrtingar, þvottaaðstaða, sturtur, eldunaraðstaða og matsalur. Á svæði þar norður af hægt að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum. Þar er einnig hægt að fylla á neysluvatnstanka.

Gesthús Selfoss ehf. er með gildandi 25 ára lóðaleigusamning við sveitafélagið Árborg sem undirritaður var 16/06/2017.Lóðin er 7.678 m2 + 8.259,7m2. Samningurinn er með gagnkvæmu uppsagnarákvæði til ársins 2026. Nýti sveitafélagið sér uppsagnaákvæðið þarf að greiða markaðsverð að mati dómskvaddra matsmanna fyrir eignirnar. Leigutaka er heimilt að selja eða veðsetja leigurétt sinn að lóðinni. Þar sem byggingaréttur er ekki fullnýttur á lóðinni má byggja/reisa 10 hús til viðbótar þeim sem eru þegar á lóðinni. Ýtarleg eignaskiptalýsing er um lóðina, dagss. 14/10/2009.

Frá svæðinu er stutt í alla helstu ferðmannastaði á Suðurlandi. Gesthús Selfoss aðstoðar ferðafólk við að bóka ferðir og finna skemmtilega staði til að heimsækja.
Góðir vaxtarmöguleikar. Í dag er um 60 % nýtingarhlutfall á gistirýmum, sem hæglega má auka við með meiri markaðssettningu. Gesthús Selfoss hefur skapað sér mjög góða umfjöllun á netinu. Nýta má tjald- og vagnasvæðið betur og eins er möguleiki á að bæta við afþreyingum og bæta við í veitingarsölunni. Um 4,5 starfsgildi er hjá félaginu.

Allar nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa Helgafells fasteignasölu, sími: 566-0000

Rúnar Þór Árnason - [email protected], eða í síma 7755 805
 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  79.980,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.