Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu einstaklega glæsilegt og mikið endurnýjað 195 fm. einbýlishús á 3 hæðum. Búið er að stækka húsið með því að byggja nýtt 4 fm. anddyri sem ekki er inn í heildafermetrafjölda. Falleg gróin lóð með heitum potti og 15 fm. garðhýsi. Einstaklega vel staðsett hús í hjarta Þorlákshafnar þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. verslanir, grunn- og leikskóla og íþróttamiðstöð og sundlaug. Eignin skiptist í anddyri, eldhús, 2 stofur / borðstofur, gangur á miðhæð og í risi, 4 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu og 15 fm. garðhús. SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX Lýsing eignar: Miðhæð: Anddyri: Búið er að stækka anndyri með viðbyggingu (bíslag). Komið er inn í flísalagða forstofu með innfeldum hvítum fataskápum, hiti í gólfi í viðbyggingu. Gangur: Úr forstofu er gengið inn í parketlagðan gang. Stofur / borðstofur: Tvær rúmgóðar stofur, parket á gólfi. Eldhús: Með fallegri innréttingu frá Fagus, bakaraofn, háfur, spanhelluborð, borðplata úr granít, flísar milli skápa, borðkrókur með glervegg milli stofu og eldhúss, flísar á gólfi. Gestasnyrting: Með fallegri grárri innréttingu, granít borðplata, sturta, upphengt salerni með granítplötu á klósettkassa, gólfhiti, flísalagt í hólf og gólf. Ris: Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með innfeldum hvítum fataskápum, gönguhurð út á suður svalir, granít sólbekkir í gluggum, parket á gólfi. Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi með hvítum fataskáp, granít sólbekkur í gluggum, parket á gólfi. Svefnherbergi 3: Rúmgott svefnherbergi, granít sólbekkur í gluggum, parket á gólfi. Svefnherbergi 4: Rúmgott svefnherbergi, parket á gólfi. Baðherbergi: Með fallegri hvítri innréttingu, sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, Grohe blöndunartæki, bluetooth vifta, gólfhiti, flísalagt í hólf og gólf. Endurnýjað að mestu. Gangur: Parket á gólfi. Geymsla: Ofan súðar er geymsluloft. Kjallari: Geymsla: Rúmgott geymslurými, hvít innrétting með skolvask, hillur, gönguhurð út á baklóð, epoxy lakk á gólfi. Þvottahús: Með hvítri innréttingu, skolvaskur, ofn, pottastýring, flísar á gólfi. Lóð: Lóðin er einstaklega glæsileg. Framan við húsið gróinn lóð með hellulagðri stétt, framan við anddyri er hellulagður pallur með skjólvegg. Á baklóð nýlega hellulögð verönd, heitur pottur með sólpall og skjólveggjum, led lýsing fyrir ofan pottinn, malarlögð innkeyrsla, 15 fm. garðhýsi með 20 fm sólpall, rafmagn og ofn eru í garðhýsinu og búið að tengja fyrir rafhleðslustöð (rafhleðslustöð fylgir ekki með). Búið er að lagfæra og endurnýja eignina mikið að innan sem utan undanfarin ár m.a: Ytra byrði: * Nýtt anddyri með steyptum veggjum og sérsmíðuðum gluggum, nýjar rennur. * Hús hefur verið filterað að utan og gert við austurgafl sem er ekki heilfilteraður. * Hús málað að utan og gluggar lakkaðir. * Gler endurnýjað í flestum gluggum. * Nýr þakkantur með lofttúðum á milli. Bakgarðurinn: * Skipt um klóakrör og allt sett í plast, nýr brunnur. * Rakadúkur settur baka til meðfram húsinu. * Ný hellulögð verönd á baklóð (gert af fagmanni), skipt um jarðveg undir hellum með fram húsinu, nýtt niðurfall úti. * Nýr heitur pottur frá Trefjum með góðum stýringum, LED lýsingu fyrir ofan pott og pallur smíðaður í kringum pott. * Garðveggir reistir sem skilja að göngustíg og baklóð. * Nýtt 15 fermetra garðhús og sólpallur smíðaður í kring, rafmagn og rafmagnsofn í húsinu. * Búið að græja tengingar fyrir hleðslustöð (hleðslustöð fylgir ekki með). * Skipt hefur verið um jarðveg í innkeyrslu. * Garður tekinn í gegn síðastliði sumar af skrúðgarðyrkjufræðing, ný tré og runnar keyptir í garðinn. * Nýtt steypt svalargólf. Anddyri: Hiti í gólfi, anddyri flísalagt, skápar lakkaðir hvítir, nýtt gler og nýjir slökkvarar. Stofa / gangur: Stafaparket slípað upp og lakkað af fagmönnum (Ingo.ehf), nýjir slökkvarar í stofu, sólbekkir lakkaðir, skipt um hurð á gangi. Eldhús: Ný LED ljós í eldhúsinnréttingu, granítborðplötur, innfellt spanhelluborð, rúður filmaðar. Gestasnyrting: Gólfflísar teknar upp og steypt nýtt gólf, niðurfall endurnýjað og hiti settur í gólf, gólfflísar endurnýjaðar, ný Grohe sturta og blöndunartæki, granít borðplata á vaskborði og klósettkassa, nýbúið er að filma gler í sturtu, ný innrétting. Svefnherbergi / gangur: Nýtt parket, ný hurð og gluggar í hjónaherbergi, nýjar hurðar á allri efri hæð (Reykt eik), granít sólbekkir í svefnherbergjum . Baðherbergi: Endurnýjað að mestu þ.e. endurnýjaðar flísar á gólfi og veggjum, nýjar plast vatnslagnir, ný sturta, nýtt salerni, ný innrétting og vaskur Kjallari / þvottahús: Stigi og gólf í kjallara nýlega lakkað með epoxi lakki (af fagmönnum), ný innrétting og hillur í þvottahúsi, lagnagrind endurnýjuð að mestu. Hér er um að ræða einstaklega fallegt og mikið endurnýjað eldra einbýlishús miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í alla helstu þjónustu s.s. verslanir, grunn- og leikskóla og íþróttamiðstöð og sundlaug. Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið
[email protected] Þorlákshöfn: Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Slagorð Sveitarfélagsins Ölfus er "Hamingjan er hér". ---------------------------------------------------------- Heimasíða Helgafells fasteignasölu Facebook síða Helgafells - Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla - Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana. 4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk. Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.